Innlent

Fullur braut sér leið inn í íbúð í Keflavík

Maður sem var ofurölvi linnti ekki látum fyrr en honum tókst að brjóta sér leið inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Keflavík í nótt, en þar var hann ekki velkominn.

Húsráðendur hringdu á lögreglu, sem handtók manninn á vettvangi og vistaði hann í fangageymslu, þar sem hann verður látinn sofa úr sér ölvímuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×