Erlent

Ahmadinejad neitar ásökunum Bandaríkjanna

Ahmadinejad, forseti Írans.
Ahmadinejad, forseti Írans. mynd/AFP
Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, hefur neitað öllum ásökum í máli tveggja Íranskra manna sem sakaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að myrða sendiherra Sádí Arabíu í Bandaríkjunum.

Forsetinn sagði að ásakanirnar væru liður í áætlun Bandaríkjanna um að dreifa athygli frá slæmri efnahagslegri stöðu sinni. Hann sagði einnig að Bandaríkjamenn vildu efla refsiaðgerðir gegn Íran og alþjóðlegur stuðningur sé nauðsynlegur svo að það sé hægt. Með því að saka Íran um morðtilræðið væru Bandaríkin að leggja grunn að frekari einangrun Írans frá umheiminum.

Ahmadinejad velti því fyrir sér hvað almenningur í Íran myndi græða á því að myrða sendiherra í öðru landi.

Hann sagði ógnunum væri aðeins beitt af ósiðmenntuðum þjóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×