Handbolti

Füchse Berlin fékk jöfnunarmark á sig á lokasekúndunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Nordic Photos / Getty Images
Füchse Berlin og Gummersbach skuldu í kvöld jöfn í þýsku úrvalsdeildinni, 28-28, en síðarnefnda liðið skoraði jöfnunarmarkið á loksekúndu leiksins.

Þá vann Kiel góðan sigur á Melsungen á heimavelli, 28-23, þar sem að Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel. Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins en Kiel er enn með fullt hús stiga eftir níu umferðir í deildinni sem er félagsmet.

Gummersbach var með eins marks forystu í hálfleik, 13-12, en gestirnir frá Berlín náðu undirtökunum í seinni hálfleik og voru með frumkvæðið lengst af. Alexander Petersson skoraði ett mark fyrir Berlínarliðið en Dagur Sigurðsson er þjálfari þess.

Heimamenn tóku leikhlé ellefu sekúndum fyrir leikslok og úr lokasókninni náði Barna Putics að skora um leið og lokaflautið gall og tryggði hann Gummersbach þar með jafntefli.

Füchse Berlin er í þriðja sæti deildarinnar með þrettán stig en Gummersbach er í fimmtánda sætinu með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×