Erlent

Felldu birnu sem grunuð er um að drepa tvo

Yfirvöld í Yellowstone þjóðgarðinum hafa fellt 120 kílóa birnu sem drap göngugarp á svæðinu í júlí síðastliðinn. Birnunni hafði verið þyrmt eftir drápið á manninum þar sem skógarverðirnir sögðu að hún hefði aðeins verið að vernda ungviði sitt, tvo litla húna.

Aðeins um mánuði síðar var síðan annar maður drepinn í þjóðgarðinum og benda lífsýni til þess að sami björn hafi verið þar á ferðinni. Því var ákveðið að fanga birnuna og svæfa hana svefninum langa. Drápin á ferðamönnunum tveimur eru þau fyrstu frá hendi bjarna í garðinum í aldarfjórðung.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×