Erlent

Þyrla hrapaði í New York - þriggja er saknað

Frá slysstað
Frá slysstað mynd/afp
Þyrla með fimm farþega innanborðs hrapaði í austuránni í New York nú fyrir stundu. Mikill fjöldi björgunarbáta og kafara leita nú að farþegunum.

Það tók þyrluna einungis nokkrar mínútur að hverfa ofan í gruggugt vatnið.

Vitni segja að svo virðist sem einhvers konar bilun hafi orðið í vélarbúnaði þyrlunar og að hún hafi skollið á vatnið stuttu eftir að hún hafði tekið á loft.

Búið er að bjarga tveimur og er þeir í lífshættu. Enn er þó leitað af hinum þremur farþegum þyrlunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×