Erlent

Enn barist í Sirte

Mikil átök hafa átt sér stað í Sirte á síðustu dögum.
Mikil átök hafa átt sér stað í Sirte á síðustu dögum. mynd/AFP
Hermenn byltingarhersins í Lýbíu hafa sótt að borginni Sirte síðustu daga. Leyniskyttur Muammars Gaddafi hafa hins vegar haldið þeim í skefjum. Gaddafi varaði leiðtoga þróunarríkja við því að styðja byltingarstjórnina í Lýbíu - þeir myndu að öllum líkindum uppskera sömu örlög og hann á endanum.

Yfirráð yfir Sirte eru afar mikilvæg byltingarstjórninni og hafa leiðtogar hennar sagt að kosningar fari ekki fram fyrr en átta mánuðum eftir fall borgarinnar.

Sirte er fæðingarstaður Gaddafis og var á þeim tíma einungis lítið sjávarþorp. Eftir að Gaddafi komst til valda umbreytti hann bænum í aðra höfuðborg Lýbíu. Þing var oft sett í Sirte en nú hafa vígamenn Gaddafis komið sér fyrir sömu byggingum og æðstu ráðamenn landsins komu eitt sinn saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×