Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. ágúst 2011 09:57 Frá leik Stjörnunnar í N1-deild kvenna á síðustu leiktíð. Mynd/Vilhelm Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga." Olís-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira
Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar. Þáverandi stjórn handknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í fyrradag þar sem tilkynnt var að kvennalið félagsins myndi ekki taka þátt í N1-deild kvenna í vetur. Stjarnan er margfaldur Íslands- og bikarmeistari í handbolta og hefur liðið verið flaggskip félagsins mörg undanfarin ár. Í gær tók aðalstjórn félagsins í taumana og kom starfinu aftur í gang. Í morgun var svo send yfirlýsing þar sem staðfest var að Stjarnan verði með í N1-deild kvenna í vetur. „Aðgerðir fyrri stjórnar handknattleiksdeildar voru ekki gerðar í neinu samráði við aðalstjórn Stjörnunnar," sagði Sigurður í samtali við Vísi. „Nú verður bara haldið áfram," sagði hann um framhaldið. Meðal þess sem fyrrverandi stjórn nefndi sem ástæður fyrir því að hætta væri erfitt rekstrarumhverfi og skortur á leikmönnum. „Öll lið þurfa að glíma við fjárhagserfiðleika. Það er takmarkaður peningur í öllum íþróttagreinum á landinu í dag. Ástandið í þjóðfélaginu er einfaldlega þannig. Þess fyrir utan hefur peningaleysi alltaf verið viðloðandi íþróttir og vilja menn alltaf fá meira. Það er eðlilegt." „En það þýðir samt ekki að við getum eytt um efni fram og byggt upp skýjaborgir. Miðað við stöðuna hjá Stjörnuna var ekki hægt að fara út í að kaupa sér hitt og þetta. Það verður bara að halda sér á jörðinni." Hann segir atburði gærdagsins hafa verið neikvæða fyrir Stjörnuna. „Það var alvarlega vegið að starfssemi félagsins og þá sérstaklega yngri flokka félagsins. Í félaginu eru margar ungar stelpur sem horfa mikið upp til meistaraflokks kvenna. Það hefur verið afreksflokkur í félaginu til fjölda ára. Þessum stelpum langar til að taka þátt í því og þarna sáu þær það starf rifið niður. Það fannst mér alvarlegast við þetta allt saman - það var ekkert verið að spá í því." „Svo er líka mikið af fólki sem hefur tekið þátt í starfi Stjörnunnar í handboltanum og eiga ógrynni af góðum minningum frá því. Þetta snertir það fólk líka. Mér fannst verið að gera lítið úr þessu öllu saman og ljóst að það hefði alltaf mátt fara aðrar leiðir en þessa." Meðal þess sem fráfarandi formaður, Baldur Ó. Svavarsson, sagði að yfirlýsingin sem kom út í vikunni hafi vakið menn af værum blundi. Menn hefðu talað fyrir daufum eyrum lengi - bæði hjá aðalstjórn félagsins og bæjaryfirvöldum. „Ég tel að svo sé ekki. Þetta hafði engin áhrif á það," sagði Sigurður og sagði það ekki rétt sem hafði komið fram hjá Baldri að deildin hafi fengið innspýtingu í starfið upp á milljón krónur í gær. „Ég veit ekki hvaða heimildir hann hefur fyrir því. Samkvæmt mínum heimildum hefur engin innspýting átt sér stað. Menn eru bara að vinna í þessum málum og koma þessu öllu í gang." „Aðalatriðið er að koma liðinu í stand. Leikmenn eru í sjokki og verður það verkefni okkar næstu daga."
Olís-deild kvenna Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Sjá meira