Innlent

Rútan enn á bólakafi

Helga Arnardóttir skrifar
Ellefu tékkneskir ferðamenn sluppu naumlega þegar rúta með þeim innanborðs sökk í Blautulóni á Fjallabaksleið nyrðri í Vatnajökulsþjóðgarði síðdegis í gær. Þeir náðu að synda í land í átta gráðu köldu vatni en rútan er enn föst á margra metra dýpi.

Tuttugu og tveir ferðamenn frá Tékklandi voru í rútunni en ellefu af þeim höfðu farið úr rútunni til að taka myndir áður en hún hugðist keyra yfir lónið. Ferðamennirnir sem voru í rútunni sluppu heldur betur naumlega og náðu að synda og koma sér á þurrt land. Þeir voru þó allir blautir og kaldir enda vatnið aðeins átta gráður.

Björgunarsveitir á svæðinu fóru til aðstoðar ásamt Landvörðum, en björgunarsveitir frá Vík, Kirkjubæjarklaustri, Skaftártungu og Álftaveri voru kallaðar út. Flugbjörgunarsveit Hellu var hinsvegar fyrst á staðinn þar sem hún var í hálendisvakt björgunarsveita á svæðinu þegar kallið barst.

Rútan sem er um fimmtán tonn að þyngd liggur nú á 10-15 metra dýpi og er föst í lóninu. Sérsveit ríkislögreglustjóra kafaði ofan í lónið í gærkvöld og náði í farangur ferðamannannna úr lest rútunnar. Verið er að kanna hvernig hægt verði að ná henni upp.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×