Erlent

Fannst látinn í lendingarbúnaði flugvélar

Mynd/AP
Lík 23 ára gamals kúbversks manns fannst í rými lendingarbúnaðar í flugvél sem flaug frá Havana til Madrídar í gær. Verið er að rannsaka dánarorsök mannsins en yfirvöld á Spáni gátu samkvæmt fréttavef the Washington Post engar frekari upplýsingar gefið um málið.

Flugvélin er ein af vélum Iberia flugfélagsins og tók flugferðin frá Kúbu til Spánar rétt rúma 9 klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×