Æfa fyrir heimsleika í CrossFit Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2011 12:53 Frá Evrópumeistaramótinu serm haldið var í byrjun sumars. Áhugi Íslendinga á CrossFit hefur aukist mikið síðastliðið ár og eru Íslendingar á meðal fremstu þjóðum í þessari íþrótt í heiminum. Íslenska liðið frá Crossfit Sport sigraði Evrópukeppnina sem fram fór helgina 3.-5. júní í Bolton á Englandi. Mótið var jafnframt annað þrep úrtöku fyrir árlega heimsleika. Í fyrsta þrepi keppninnar tóku þátt yfir 26.000 íþróttamenn frá mörg hundruð liðum út um allan heim. Aðeins 60 efstu einstaklingar og 30 efstu lið frá Evrópu unnu sér þáttökurétt á Evrópuleikunum. Lið CrossFit Sport sigraði á umræddum Evrópuleikum, og verður því eitt þeirra 45 liða sem keppir til sigurs á heimsleikum CrossFit í Los Angeles, dagana 29.-31. júlí. Sigurliðið ætlar sér að ná langt á heimsleikunum. Liðið er skipað Árna Birni Kristjánssyni, Árna Frey Bjarnasyni, Jóni Kristni Lárussyni, Ingunni Lúðvíksdóttur, Fríðu Ammendrup og Þuríði Erlu Helgadóttur, auk Leifi Geir Hafsteinssyni þjálfara og liðstjóra. Þau hafa upp á síðkastið æft í 40° heitum Hot yoga sal Sporthússins til að venja sig við sumarhitann í Kaliforníu. Það er allt önnur upplifun að púla í ferskum íslenskum 15 stiga hita en hita og raka og æfingarnar í Hot yoga salnum koma því að góðum notum. Á morgun, laugardaginn 15. júlí frá kl. 13-18, ætlar liðið að bjóða gestum og gangandi að prófa að taka stutta æfingu við allra hæfi í Hot yoga salnum í Sporthúsinu í Kópavogi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi. Boðið verður upp á upphitun undir stjórn liðsmanna, svo verður tekið stutt púl við allra hæfi í 40 stiga hita í Hot yoga salnum, og slakað vel á á eftir. Þeim sem hafa áhuga býðst að dýfa sér í kalt ker með 4 gráðu köldu vatni og farið svo á eftir í heita pottinn sem endurnærir líkamann eftir góða æfingu. Boðið verður upp á ýmsa leiki og aðra skemmtun. Ungir sem aldnir eru hvattir til að koma en á meðan foreldrarnir púla fá börnin skemmtilega æfingu undir stjórn þjálfara. Að lokum verður svo öllum boðið að borða og drekka nægju sína. „Það er mjög kostnaðarsamt að senda allt liðið til Los Angeles og ákváðum við því að halda þennan fjáröflunardag. Við hvetjum alla sem vilja styðja við bakið á okkur að kíkja til okkar og taka þátt með okkur. Allir þátttakendur fá miða í happdrætti og veglegir vinningar verða dregnir út í lok dags. Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með, leika sér saman og fá að kynnast CrossFit í 40° stiga hita" segir Leifur Geir þjálfari liðsins. Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Áhugi Íslendinga á CrossFit hefur aukist mikið síðastliðið ár og eru Íslendingar á meðal fremstu þjóðum í þessari íþrótt í heiminum. Íslenska liðið frá Crossfit Sport sigraði Evrópukeppnina sem fram fór helgina 3.-5. júní í Bolton á Englandi. Mótið var jafnframt annað þrep úrtöku fyrir árlega heimsleika. Í fyrsta þrepi keppninnar tóku þátt yfir 26.000 íþróttamenn frá mörg hundruð liðum út um allan heim. Aðeins 60 efstu einstaklingar og 30 efstu lið frá Evrópu unnu sér þáttökurétt á Evrópuleikunum. Lið CrossFit Sport sigraði á umræddum Evrópuleikum, og verður því eitt þeirra 45 liða sem keppir til sigurs á heimsleikum CrossFit í Los Angeles, dagana 29.-31. júlí. Sigurliðið ætlar sér að ná langt á heimsleikunum. Liðið er skipað Árna Birni Kristjánssyni, Árna Frey Bjarnasyni, Jóni Kristni Lárussyni, Ingunni Lúðvíksdóttur, Fríðu Ammendrup og Þuríði Erlu Helgadóttur, auk Leifi Geir Hafsteinssyni þjálfara og liðstjóra. Þau hafa upp á síðkastið æft í 40° heitum Hot yoga sal Sporthússins til að venja sig við sumarhitann í Kaliforníu. Það er allt önnur upplifun að púla í ferskum íslenskum 15 stiga hita en hita og raka og æfingarnar í Hot yoga salnum koma því að góðum notum. Á morgun, laugardaginn 15. júlí frá kl. 13-18, ætlar liðið að bjóða gestum og gangandi að prófa að taka stutta æfingu við allra hæfi í Hot yoga salnum í Sporthúsinu í Kópavogi. Dagskráin hefst klukkan 13 og stendur fram eftir degi. Boðið verður upp á upphitun undir stjórn liðsmanna, svo verður tekið stutt púl við allra hæfi í 40 stiga hita í Hot yoga salnum, og slakað vel á á eftir. Þeim sem hafa áhuga býðst að dýfa sér í kalt ker með 4 gráðu köldu vatni og farið svo á eftir í heita pottinn sem endurnærir líkamann eftir góða æfingu. Boðið verður upp á ýmsa leiki og aðra skemmtun. Ungir sem aldnir eru hvattir til að koma en á meðan foreldrarnir púla fá börnin skemmtilega æfingu undir stjórn þjálfara. Að lokum verður svo öllum boðið að borða og drekka nægju sína. „Það er mjög kostnaðarsamt að senda allt liðið til Los Angeles og ákváðum við því að halda þennan fjáröflunardag. Við hvetjum alla sem vilja styðja við bakið á okkur að kíkja til okkar og taka þátt með okkur. Allir þátttakendur fá miða í happdrætti og veglegir vinningar verða dregnir út í lok dags. Það er um að gera að taka alla fjölskylduna með, leika sér saman og fá að kynnast CrossFit í 40° stiga hita" segir Leifur Geir þjálfari liðsins.
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira