Innlent

Hundurinn á Seyðisfirði fann fíkniefni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fíkniefnahundur var notaður til að leysa málið. Mynd/ Getty.
Fíkniefnahundur var notaður til að leysa málið. Mynd/ Getty.
Tvö fíkniefnamál komu upp í umdæmi lögreglunnar á Seyðisfirði  í gær. Í öðru málinu fundust 4,6 grömm af hassi en 1,1 í hinu. Bæði málin komu upp í tengslum við aukið eftirlit vegna skemmtana á LungA hátíðinni. Lögreglan naut aðstoðar sérhæfðs tollvarðar með fíkniefnaleitarhund frá Tollstjóranum sem staðsettur er á Seyðisfirði og fann hundurinn fíkiefnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×