Innlent

Farþegar Iceland Express lentu fyrir klukkan tvö

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Farþegar bíða á flugvellinum í Frakklandi. Mynd/ Óli Barðdal.
Farþegar bíða á flugvellinum í Frakklandi. Mynd/ Óli Barðdal.
Farþegar sem áttu bókað flug með Iceland Express sem átti að koma frá Frakklandi um miðjan dag á föstudag lentu á Keflavíkurflugvelli um klukkan tuttugu mínútur í tvö í nótt. Það er um það bil einum og hálfum sólarhring en þeir áttu upphaflega að lenda.

Iceland Express þurfti að leigja vél frá Finair til þess að koma farþegunum heim, því vél Iceland Express komst ekki í loftið. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að ástæðan væri sú að flugvélin hefði ekki staðist skoðun á flugvellinum í Frakklandi.

Óli Barðdal, einn farþeganna sem Vísir var í sambandi við, segir að upplýsingagjöf flugfélagsins á meðan að töfunum stóð hafi verið ófullnægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×