Button telur sigur skerpa einbeitingu og sannfæringu liðsmanna McLaren 23. júní 2011 15:51 Sebastian Vettel og Jenson Button á verðlaunapallinum í síðustu keppni, en Button fagnaði sigri eftir að hafa farið framúr Vettel í síðasta hring. AP mynd: The Canadian Press/Paul Chiasson Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni sem var í Kanada og segist hafa fengið frí vikuna eftir mótið sem hafi gefið honum tækifæri að rifja upp jákvæðar minningar frá brjálaðri helgi eins og hann orðaði það í fréttatilkynningu frá McLaren fyrir næstu keppni. Næsta keppni verður á götubrautinni í Valencia á Spáni um helgina og þar mætir Button með liðsfélaga sínum Lewis Hamilton og félögum hjá McLaren. „Ég get ekki sagt það að sigra í Montreal hafi fært mér meiri hvatningu, því að ég var þegar skuldbundinn því að leggja mig allan fram. Hann þetta mun skerpa á einbeitingu og sannfæringu allra í liðinu. Við höfum sannað að við getum sótt að og unnið Sebastian (Vettel) og getum barist um meistaratitilinn", sagði Button. „Ég hlakka til mótsins í Valencia. Mér gekk vel þar í fyrra og brautin hefur svipaða eiginleika og Montreal og Mónakó, þannig að ég er viss um að ég verði samkeppnisfær á ný. Galdurinn verður að sýna nóga góða frammistöðu í keppninni, til að bæta upp mögulega erfiðleika í tímatökunni. Það er erfitt að fara framúr og þó það verði DRS svæði (þar sem má opna afturvænginn), þá mun það ekki auðvelda hlutina á meðan mótinu stendur", sagði Button. Lewis Hamilton féll úr leik í síðustu keppni eftir árekstur í við Button og í mótinu þar á undan náði hann í átta stig. „Þessi tvö mót voru svekkjandi fyrir mig, af því við sýndum að við höfum hraðann til að vinna í báðum mótum, en ég náði aðeins átta stigum. En ég er samt ánægður að Jenson ók frábærlega til sigurs í Kanada, eftir að hafa verið óheppinn í Mónakó. Hann átti þennan árangur skilinn og þetta eru frábær úrslit fyrir liðið líka", sagði Hamilton. „Mér hefur alltaf gengið vel í Valencia og hef náð öðru sæti í öllum mótum þar og finnst gaman að sækja á brautinni. Þetta er erfið braut sem veitir engan grið, en það mun ekki hindra mig, því ég er mjög áhugasamur að komast á brautina á ný og ná í stig. Þetta verður þriðja götumótið í röð og vonandi get ég snúið við því óláni sem ég upplifði í tveimur síðustu mótum." „Við höfum að öllum líkindum verið með fljótasta bílinn í síðustu þremur mótum og það er hvetjandi, því ég veit að þegar það er nýtt að þá ættum við að geta lokið keppni í fremstu röð. Það er mitt markmið um næstu helgi", sagði Hamilton.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira