Innlent

Stofnfjáreigandi í Byr: Trú á réttarkerfið er farin

Allir þrír sakborningnir í Exeter málinu voru sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag af ákærum um umboðssvik og peningaþvætti. Dómurinn er áfall fyrir sérstakan saksóknara og gæti verið fordæmisgefandi.

Dómurinn var kveðinn upp í dómsal 101 klukkan ellefu í morgun. Aðeins einn hinna ákærðu, Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka, en Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, og Ragnar Zophaníus Guðjónsson, fyrrverandi sparissjóðstjóri, voru ekki viðstaddir.

Þremenningarnir voru sýknaðir af öllum ákærum, um umboðssvik og peningaþvætti, en Styrmir vildi ekki tjá sig um málið á leið út úr dómssal. Reynir Karlsson, lögfræðingur Styrmis, sagði hins vegar þetta aðspurður hvort þetta væri áfellisdómur yfir sérstökum saksóknara og ákæruvaldinu: „Ég vil ekkert um það segja. Ég geri ráð fyrir að þeir menn séu að reyna að vinna sína vinnu eins og þeir eru að reyna. Get ekki sagt að dómurinn hafi komið mér á óvart."

Fjöldi fréttamanna fylgdist með dómsuppkvaðningunni en út í horni sat Guðjón Valsson, einn af stofnfjáreigendum í Byr, sem var afar ósáttur við dóminn. „Mér líður ekki vel. Sú litla trú sem maður hafði á íslensku réttarkerfi er farin."

Guðjón sagði stofnfjáreigendur í slæmri stöðu og lítið sem þeir gætu gert. „Við verðum að vísa að safna gögnum og undirbúa málssókn á hendur stjórnendum bankans en það gengur ósköp hægt."

Þessi dómur þykir mikið áfall fyrir sérstakan saksóknara, en þetta var fyrsta málið sem hann gaf út ákæru í, og átti að verða einskonar prófsteinn fyrir hin mörgu stóru mál sem eiga eftir að rata fyrir dóm.


Tengdar fréttir

Sérstakur saksóknari: Varhugavert að segja nokkuð að svo stöddu

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekkert segja um sýknudóm í máli Exeter-manna sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Spurður hvort það sé ekki ákveðið áfall að þremenningarnir hafi verið sýknaðir segir Ólafur: „Á meðan maður hefur ekki kynnt sér forsendur dómsins er varhugavert að segja nokkuð um þetta.“ Hann segir þetta niðurstöðu dómsins og hana þurfi nú að skoða.

Exeter-menn sýknaðir

Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. Skaðabótakröfu Byrs var vísað frá dómi.

Léttir fyrir Styrmi: Skildi aldrei ákæruna

"Ég hef alltaf verið nokkuð öruggur um að þetta yrði niðurstaðan gagnvart mér,“ segir Styrmir Þór Bragason, einn þremenninganna sem var sýknaður í Exeter-málinu svonefnda í morgun. Styrmir starfaði sem forstjóri MP-banka og var hann ákærður fyrir umboðssvik og peningaþvætti.

Dómur í Exeter málinu í dag

Dómur verður kveðinn upp í Exeter málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu í dag, samkvæmt dagskrá á vef dómsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×