Schumacher: Tilbúnir að berjast í Kanada 3. júní 2011 12:22 Michael Schumacher og Sebastian Vettel ræða málin í Mónakó um síðustu helgi. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg. Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sjöunda umferð Fomúlu 1 meistaramótins verður í Kanada um aðra helgi og Mercedes liðið mætir til leiks með Michael Schumacher og Nico Rosberg. Mercedes hefur unnið fjóra sigra í Kanada sem vélaframleiðandi síðan 1999, en núverandi Formúlu 1 lið byrjaði að keppa sem lið í fyrra. Miðað við mót í Montreal til þessa, þá segja Mercedes menn 67% líkur á því að öryggisbíllinn verði kallaður inn á brautina vegna mögulegra óhappa á götubrautinni. Mercedes gekk ekki sérlega vel í Mónakó um síðustu helgi, en Schumacher telur liðið hafa lært sína lexíu. „Montreal er frábær borg og manni finnst allir í borginni taka þátt og stemmninging er góð", sagði Schumacher um mótið. Schumacher telur að áherslan varðandi bílanna sé á að ná sem mestum háhmarkshraða og öflugt bremsukerfi. „Það eru líka tveir kaflar sem á má nota DRS (stillanlegan afturvæng) og það er í fyrsta skipti. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif það hefur. Það er erfitt að vita hvernig bíll okkar mun reynast í Montreal. „Mótið í Mónakó var okkur erfitt, en eins og alltaf þá höfum við lært okkar lexíu og tilbúnir að berjast í Kanada", sagði Schumacher. Rosberg kann vel við sig í Montreal, eins og Schumacher. „Gilles Villeneubve brautin er góð og reynir á vél og bremsur. Ég hlakka til mótshelgarinnar. Vonandi getum við barist þar sem við eigum heima, nærri toppnum. Það er frábær andi hjá liðinu og við munum berjast að ná betri árangri en í Mónakó og ég er viss um að við getum það", sagði Rosberg.
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira