Læknar fái aðgang að upplýsingum um fíkniefnabakgrunn sjúklinga Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 18:45 Landlæknir segir að verið sé að skoða möguleika á að læknar fái aðgang að upplýsingum um bakgrunn sjúklinga í fíkniefnaneyslu til að minnka framboð af rítalíni ávísað af læknum meðal fíkniefnaneytenda. Ellefu einstaklingar hafa greinst HIV jákvæðir á árinu, þar af tíu sprautufíklar sem smituðust því þeir deildu nálum með einstaklingum sem voru smitaðir af HIV en sprautufíklarnir voru allir að sprauta sig með rítalíni sem ávísað var af læknum, en mikið framboð virðist af slíkum efnum í undirheimum. Læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að þó mikið læknadóp sé í umferð sé einnig framboð af rítalíni hér á landi frá útlöndum, en þær upplýsingar koma frá fíklunum sjálfum. Mikið hömlu- og skeytingarleysi virðist einkenna þessa undirheimaveröld sprautufíkla því fíklar sem hafa greinst HIV jákvæðir hafa gefið læknum þær skýringar að þeir hafi vitað að þeir væru að sprauta sig með HIV jákvæðu fólki, en fíknin hafi verið yfirsterkari og því hafi þeir engu skeytt um þótt sömu nálar væru notaðar. Sprautufíklar á rítalíni þurfa að sprauta sig sex til tíu sinnum á sólarhring, mun oftar en fíklar á öðrum efnum, sem eykur á smithættu deili þeir nálum. Læknar á smitsjúkdómadeild Landspítalans hafa miklar áhyggjur af þessu, en þeir vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða strax til að draga úr framboði á rítalíni.Grípa þarf strax til aðgerða Í bréfi Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar LSH, til landlæknisembættisins frá 13. maí sl. segir að brýnt sé að landlæknir beiti sér af öllu afli gegn þeirri óheillaþróun sem eigi sér stað í samfélaginu og að hemja þurfi dreifingu rítalíns frá læknum í samfélagið strax. Hvað ætlið þið að gera? „Við erum að vinna í þessu. Við höfum frá 1. janúar sett mjög ákveðnar takmarkanir á lyfjaávísanir að rítalíni, tengdar við ákveðna sérfræðinga sem síðan eru tengdir við ákveðna lækna sem eiga að þekkja til viðkomandi einstaklinga sem eru að taka lyfin. Þetta er allt til þess að tryggja að sá einstaklingur sem noti lyfið sé undir góðu eftirliti," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Smitsjúkdómalæknar sem fréttastofan hefur rætt við segja að það þurfi að breyta lögunum þannig að þeir læknar sem eru að ávísa þessum rítalín lyfjum geti séð á sjúkraskrá viðkomandi sjúklings hvort hann eigi sér bakgrunn með fíkniefnaneyslu. Þarf ekki að gera þetta mögulegt? „Þetta væri mjög æskilegt og þér að segja þá erum við einmitt að skoða hvaða möguleika við höfum í samkeyrslu ákveðinna upplýsinga. Til dæmis þar sem upplýsingar eru um fíkn viðkomandi, að það sé aðgengilegt hjá þeim lækni sem sé að sinna viðkomandi sjúklingi, þannig að hann geti á grunni þess tekið ákvarðanir. Þetta er stórt mál og við erum að vinna í þessu núna," segir Geir. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Allir sem greinst hafa með HIV notuðu rítalín frá læknum Allir þeir sprautufíklar sem greinst hafa HIV jákvæðir á þessu ári sprautuðu sig með rítalíni í æð sem ávísað var af læknum. Yfirlæknir smitsjúkdóma segir að hemja verði dreifingu rítalíns frá læknum í samfélagið strax. 6. júní 2011 18:30 HIV smitaðra sprautufíkla leitað Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum 5. júní 2011 18:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Landlæknir segir að verið sé að skoða möguleika á að læknar fái aðgang að upplýsingum um bakgrunn sjúklinga í fíkniefnaneyslu til að minnka framboð af rítalíni ávísað af læknum meðal fíkniefnaneytenda. Ellefu einstaklingar hafa greinst HIV jákvæðir á árinu, þar af tíu sprautufíklar sem smituðust því þeir deildu nálum með einstaklingum sem voru smitaðir af HIV en sprautufíklarnir voru allir að sprauta sig með rítalíni sem ávísað var af læknum, en mikið framboð virðist af slíkum efnum í undirheimum. Læknar sem fréttastofa hefur rætt við segja að þó mikið læknadóp sé í umferð sé einnig framboð af rítalíni hér á landi frá útlöndum, en þær upplýsingar koma frá fíklunum sjálfum. Mikið hömlu- og skeytingarleysi virðist einkenna þessa undirheimaveröld sprautufíkla því fíklar sem hafa greinst HIV jákvæðir hafa gefið læknum þær skýringar að þeir hafi vitað að þeir væru að sprauta sig með HIV jákvæðu fólki, en fíknin hafi verið yfirsterkari og því hafi þeir engu skeytt um þótt sömu nálar væru notaðar. Sprautufíklar á rítalíni þurfa að sprauta sig sex til tíu sinnum á sólarhring, mun oftar en fíklar á öðrum efnum, sem eykur á smithættu deili þeir nálum. Læknar á smitsjúkdómadeild Landspítalans hafa miklar áhyggjur af þessu, en þeir vilja að stjórnvöld grípi til aðgerða strax til að draga úr framboði á rítalíni.Grípa þarf strax til aðgerða Í bréfi Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar LSH, til landlæknisembættisins frá 13. maí sl. segir að brýnt sé að landlæknir beiti sér af öllu afli gegn þeirri óheillaþróun sem eigi sér stað í samfélaginu og að hemja þurfi dreifingu rítalíns frá læknum í samfélagið strax. Hvað ætlið þið að gera? „Við erum að vinna í þessu. Við höfum frá 1. janúar sett mjög ákveðnar takmarkanir á lyfjaávísanir að rítalíni, tengdar við ákveðna sérfræðinga sem síðan eru tengdir við ákveðna lækna sem eiga að þekkja til viðkomandi einstaklinga sem eru að taka lyfin. Þetta er allt til þess að tryggja að sá einstaklingur sem noti lyfið sé undir góðu eftirliti," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Smitsjúkdómalæknar sem fréttastofan hefur rætt við segja að það þurfi að breyta lögunum þannig að þeir læknar sem eru að ávísa þessum rítalín lyfjum geti séð á sjúkraskrá viðkomandi sjúklings hvort hann eigi sér bakgrunn með fíkniefnaneyslu. Þarf ekki að gera þetta mögulegt? „Þetta væri mjög æskilegt og þér að segja þá erum við einmitt að skoða hvaða möguleika við höfum í samkeyrslu ákveðinna upplýsinga. Til dæmis þar sem upplýsingar eru um fíkn viðkomandi, að það sé aðgengilegt hjá þeim lækni sem sé að sinna viðkomandi sjúklingi, þannig að hann geti á grunni þess tekið ákvarðanir. Þetta er stórt mál og við erum að vinna í þessu núna," segir Geir. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Allir sem greinst hafa með HIV notuðu rítalín frá læknum Allir þeir sprautufíklar sem greinst hafa HIV jákvæðir á þessu ári sprautuðu sig með rítalíni í æð sem ávísað var af læknum. Yfirlæknir smitsjúkdóma segir að hemja verði dreifingu rítalíns frá læknum í samfélagið strax. 6. júní 2011 18:30 HIV smitaðra sprautufíkla leitað Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum 5. júní 2011 18:30 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Allir sem greinst hafa með HIV notuðu rítalín frá læknum Allir þeir sprautufíklar sem greinst hafa HIV jákvæðir á þessu ári sprautuðu sig með rítalíni í æð sem ávísað var af læknum. Yfirlæknir smitsjúkdóma segir að hemja verði dreifingu rítalíns frá læknum í samfélagið strax. 6. júní 2011 18:30
HIV smitaðra sprautufíkla leitað Fjórir HIV smitaðir fíklar ganga lausir og gætu smitað aðra finnist þeir ekki í tæka tíð. Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar segir algengt að spítalinn þurfi aðstoð lögreglu til að hafa upp á HIV smituðum fíklum 5. júní 2011 18:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent