Innlent

Löggan mætt á Eagles-tónleikana

Lögreglan sektar hér einn bíl sem lagður er ólöglega.
Lögreglan sektar hér einn bíl sem lagður er ólöglega. Mynd/Gísli Berg
Einhverjir tónleikagestir á Eagles tónleikunum í Laugardalshöllinni munu eflaust verða fyrir vonbrigðum þegar þeir koma af tónleikunum því lögreglan sektar nú þá bíla sem hefur verið lagt ólöglega.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan sektað fjölmarga bíla en tónleikarnir byrja núna klukkan átta.

Fyrir leik Íslands og Danmerkur sendi lögreglan út tilkynningu á fjölmiðla þar sem sagt var að þeim bílum sem væru lagt ólöglega yrðu umsvifalaust sektaðir.

Eftir leikinn sendi lögreglan út tilkynningu og sagði að nánast allir ökumenn hefðu lagt bílum sínum löglega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×