Vettel fljótastur í tímatökum sem töfðust vegna óhapps 28. maí 2011 14:49 Bíll Sergio Perez fjarlægður af þeim stað sem hann skall á varnarvegg í Mónakó í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez. Perez var fluttur í læknamiðstöðina á staðnum. Hann var með meðvitund og ræddi málin eftir atvikið samkvæmt ummælum frá talsmanni Sauber i frétt á autosport.com. Ef Perez fær leyfi til að keppa á morgun eftir óhappið í dag, þá verður hann tíundi á ráslínu. "Maður situr í bílnum og biður um upplýsingar og það er erfitt að halda einbeitingu við svona aðstæður og líðanin er ekki 100% þegar maður veit ekki stöðuna. En skilaboðin eru þau að hann (Perez) sé í lagi, með meðvitund og að ræða málin og það er mikill léttir", sagði Vettel m.a. um gang mála í tímatökunni í dag og óhappið hjá Perez. Áður en að óhappi Perez kom hafði Sebastian Vettel náð besta tíma í brautinni, en þegar tímatakan var ræst á ný eftir atvikið, þá náði enginn að slá út besta tíma Vettel. Vettel hefur náð besta tíma í tímatökum í tuttugu mótum á ferlinum, en hann varð í öðru sæti í keppninni í Mónakó í fyrra á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Tímarnir í dag 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m13.556s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m13.997s + 0.441 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m14.019s + 0.463 4. Fernando Alonso Ferrari 1m14.483s + 0.927 5. Michael Schumacher Mercedes 1m14.682s + 1.126 6. Felipe Massa Ferrari 1m14.877s + 1.321 7. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m15.280s + 1.724 8. Nico Rosberg Mercedes 1m15.766s + 2.210 9. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m16.528s + 2.972 10. Sergio Perez Sauber-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m15.815s + 1.540 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m15.826s + 1.551 13. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m15.973s + 1.698 14. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m16.118s + 1.843 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m16.121s + 1.846 16. Nick Heidfeld Renault 1m16.214s + 1.939 17. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m16.300s + 2.025 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m17.343s + 2.136 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m17.381s + 2.174 20. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m17.820s + 2.613 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.914s + 2.707 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m18.736s + 3.529 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth engin tími 24. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth engin tími Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum á Mónakó kappakstursbrautinni í dag. Tímatakan tafðist mikið vegna óhapps sem henti Sergio Perez hjá Sauber í lok tímatökunnar. Perez skall harkalega á varnarvegg og stöðvaðist tímatakan í langan tíma af þeim sökum á meðan hugað var að Perez. Perez var fluttur í læknamiðstöðina á staðnum. Hann var með meðvitund og ræddi málin eftir atvikið samkvæmt ummælum frá talsmanni Sauber i frétt á autosport.com. Ef Perez fær leyfi til að keppa á morgun eftir óhappið í dag, þá verður hann tíundi á ráslínu. "Maður situr í bílnum og biður um upplýsingar og það er erfitt að halda einbeitingu við svona aðstæður og líðanin er ekki 100% þegar maður veit ekki stöðuna. En skilaboðin eru þau að hann (Perez) sé í lagi, með meðvitund og að ræða málin og það er mikill léttir", sagði Vettel m.a. um gang mála í tímatökunni í dag og óhappið hjá Perez. Áður en að óhappi Perez kom hafði Sebastian Vettel náð besta tíma í brautinni, en þegar tímatakan var ræst á ný eftir atvikið, þá náði enginn að slá út besta tíma Vettel. Vettel hefur náð besta tíma í tímatökum í tuttugu mótum á ferlinum, en hann varð í öðru sæti í keppninni í Mónakó í fyrra á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Tímarnir í dag 1. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m13.556s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m13.997s + 0.441 3. Mark Webber Red Bull-Renault 1m14.019s + 0.463 4. Fernando Alonso Ferrari 1m14.483s + 0.927 5. Michael Schumacher Mercedes 1m14.682s + 1.126 6. Felipe Massa Ferrari 1m14.877s + 1.321 7. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m15.280s + 1.724 8. Nico Rosberg Mercedes 1m15.766s + 2.210 9. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m16.528s + 2.972 10. Sergio Perez Sauber-Ferrari engin tími 11. Vitaly Petrov Renault 1m15.815s + 1.540 12. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m15.826s + 1.551 13. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m15.973s + 1.698 14. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m16.118s + 1.843 15. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m16.121s + 1.846 16. Nick Heidfeld Renault 1m16.214s + 1.939 17. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m16.300s + 2.025 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m17.343s + 2.136 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m17.381s + 2.174 20. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m17.820s + 2.613 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m17.914s + 2.707 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m18.736s + 3.529 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth engin tími 24. Narain Karthikeyan HRT-Cosworth engin tími
Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira