Össur: Tekur þrjú ár að taka upp evruna frá samþykkt í þjóðaratkvæði 16. maí 2011 18:02 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan." Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ef Íslendingar myndu samþykkja inngöngu landsins í Evrópusambandið gæti það tekið þrjú ár að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hann sagði að íslenskur þingmaður, sem sé með miklu merkilegra doktorspróf en hans eigið, hafi lýst því margsinnis yfir að það gæti tekið allt að 35 ár fyrir Íslendinga að taka upp evruna vegna ákvæða Maastricht samningsins um skuldir ríkisins. „Líklega hefði sá ágæti maður þurft annað doktorspróf. Nú liggur það nefnilega fyrir í mati bestu sérfræðinga okkar að skuldastaða íslenska ríkisins er víðs fjarri því að verða Þrándur í Götu Íslands að evrunni. Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði." Í ræðu sinni um utanríkismál á Alþingi í dag ítrekaði Össur mikilvægi þess að Íslendinga fengju sjálfir að taka afstöðu til aðildar að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann vék einnig að umræðunni um að fullveldi Íslands tapist við aðild að sambandinu. „Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?" Þá sagði hann að smáríkin í ESB væru bestu bandamenn Íslendinga í umsóknarferlinu og sagði að þau telji að fullveldi þeirra hafi eflst með inngöngu í sambandið. „Við erum ekkert öðruvísi en þau. Reynslan sem við Íslendingar fundum vel í Icesave, er að smáríkin verja hagsmuni hvers annars með kjafti og klóm. Þessvegna er fullveldi okkar betur tryggt í samstarfi innan sambandsins en utan."
Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira