Lífið

Feðgarnir flökkuðu milli kirkna í Kaliforníu

Presturinn Darren Goodman bauð Herbert og Svani syni hans til Kaliforníu. Hér eru feðgarnir ásamt presti og hans frú í einni af kirkjunum.
Presturinn Darren Goodman bauð Herbert og Svani syni hans til Kaliforníu. Hér eru feðgarnir ásamt presti og hans frú í einni af kirkjunum.
„Platan er búin að seljast mjög vel, enda mikið búið að bíða eftir henni,“ segir tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson.

Herbert og Svanur sonur hans hafa sent frá sér plötuna Tree of Life, eða Lífsins tré. Plötuna unnu feðgarnir í sameiningu frá grunni og Herbert lætur meira að segja eftir syni sínum að syngja fjögur lög á plötunni. „Hann er að syngja eins og þessir ungu gæjar í dag,“ segir Herbert, ánægður með frammistöðu sonarins.

Feðgarnir njóta aðstoðar ýmissa tónlistarmanna á plötunni. Þar má nefna Gunnlaug Briem, Harald Þorsteinsson, Stefán Magnússon, Tryggva Hübner ásamt Magnúsi og Jóhanni.

Herbert og Svanur eru nýkomnir frá Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem þeir komu fram í kirkjum í ríkinu. Presturinn Darren Goodman bauð þeim út eftir að hafa heyrt lagið Time, en hann er kvæntur íslenskri konu og kynntist tónlist feðganna fyrir tilstilli hennar. Herbert segir viðtökurnar úti hafa verið mjög góðar, en þeir voru úti í þrjár vikur.

„Okkur var ofsalega vel tekið. Ég er ekki frá því að við förum aftur,“ segir Herbert. „Við spiluðum í átta kirkjum og seldum diska.“

Eru þið mjög trúaðir feðgarnir?

„Já, ég er náttúrulega trúaðir, en hann er ekki jafn harður og ég.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.