Lögbann á lánainnheimtur, lögum samkvæmt Sturla Jónsson og Arngrímur Pálmason skrifar 21. nóvember 2011 14:00 Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Mikill ágreiningur ríkir um hvort stór hluti lánasamninga á Íslandi er löglegur og, ef þeir eru löglegir, hver löglegur eigandi þeirra er. Óvíst er því hver skuldar hverjum hvað og á hvaða kjörum. Nýleg „Lög um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu" nr. 151 frá 2010, sem sett voru til að eyða óvissunni eftir að Hæstiréttur dæmdi gengistryggð lán ólögleg, tóku aðeins á hluta óvissunnar og nú greinir menn á um hvort lögin sjálf brjóti þjóðréttarskuldbindingar. Landslög eru skýr um hvað skuli gera við slíkar aðstæður. Neytandinn, sem er lántakandinn, skal njóta vafans. Í lögum um neytendalán nr. 121 frá 1994 24.gr. segir: „Eigi má með samningi víkja frá ákvæðum laga þessara né reglugerða, sem settar kunna að verða samkvæmt lögunum, neytanda í óhag." Í 5.gr. Neytendaverndartilskipunar Evrópusambandsins 93/13/EBE sem innleidd er á Íslandi segir: „Í vafamálum um túlkun skilmála gildir sú túlkun sem kemur neytandanum best." Hver á þá að framfylgja því að neytandinn njóti í raun vafans og hvaða úrræði hefur sá valdhafi til að tryggja að svo sé? Framkvæmdarvaldið, í þessu tilfelli innanríkisráðuneytið, á að framfylgja lögum um að neytandinn njóti vafans og í þessu tilfelli hefur hann heimild til að stöðva lánainnheimtur þar til dómar taka af allan vafa. Samkvæmt 3.gr. „Laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda" nr. 141 frá 2001 getur innanríkisráðuneytið „leitað lögbanns eða höfðað dómsmál til að vernda heildarhagsmuni íslenskra neytenda". Ráðherra getur jafnframt útnefnt íslensk félagasamtök sem gæta hagsmuna neytenda á ákveðnu sviði, t.d. Hagsmunasamtök heimilanna, til að beita þessari heimild. Eftir sjö fundi í ráðuneytinu með Ögmundi Jónasyni innanríkisráðherra, Einari Árnasyni, ráðgjafa ráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur ráðuneytisstjóra og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra er ljóst að yfirmenn innanríkisráðuneytisins ætla að gera sig seka um glæpsamlega vanrækslu. Þeir ætla ekki að setja lögbann á lánainnheimtur sem brjóta lagalegan rétt neytenda til að njóta vafans. Þess í stað eru sýslumenn, sem heyra undir innanríkisráðuneytið, iðnir við að hjálpa fjármálafyrirtækjum að gera eigur lántakenda upptækar og setja á uppboð. Það er kominn tími til að aðrir en Geir Haarde séu dregnir persónulega til ábyrgðar fyrir vanrækslu í starfi. Stjórnendur innanríkisráðuneytisins eru persónulega ábyrgir fyrir því að vanrækja að „leita lögbanns eða hefja dómsmál til verndar heildarhagsmunum íslenskra neytenda", þar sem flestar fjölskyldur á Íslandi tóku húsnæðislán og eru enn að borga af þeim þó að vafi leiki á hvort þau séu lögleg, hver eigi þau og hvað skuli greiða af þeim. Þá eru það heildarhagsmunir neytenda að fá lögbann á lánainnheimtur sem ágreiningur er um þar til dómstólar taka af allan vafa, t.d. hvort löglegt sé að endurútreikna gengistryggð lán án samþykkis lántakenda. Ef dómstólar dæma bönkunum í hag verða lántakendur að greiða upp það sem þeir greiddu ekki á lögbannstímanum. En þangað til eiga lántakendur að njóta vafans og lögbann skal sitja á lánainnheimtum eins og lög kveða á um. Við leitum að fólki og félagasamtökum sem vilja snúa vörn í sókn. Við erum að leita allra tiltækra leiða til að draga persónulega til ábyrgðar alla þá einstaklinga sem valda lántakendum fjárhagslegum skaða með aðgerðum eða vanrækslu sem leitt hefur til þess að neytandinn nýtur ekki vafans eins og skýrt kveður á um í lögum. Sökum friðhelgis Ögmundar erum við að leita leiða til að stefna fyrst Ragnhildi Hjaltadóttir ráðuneytisstjóra til skaðabóta vegna vanrækslu í starfi og það er bara byrjunin. Að stefna fólki til skaðabóta kostar aðeins 15.000 krónur og er því ódýrasta leiðin fyrir skuldsett fólk til að sækja rétt sinn. Það er kominn tími til að draga einstaklinga til ábyrgðar og fá þá til að finna skaðann á eigin skinni.
Mannréttindabrot Orkuveitunnar? Yfirgengileg hækkun Orkuveitunnar á inntaksgjöldum hefur ekki farið fram hjá neinum. Allavega ekki þeim sem neyðst hefur til að versla við þetta einokunarfyrirtæki sem þessa dagana hefur verið afhjúpað sem eitthvað sem helst líkist sirkus, stjórnað af trúðum. 25. nóvember 2011 06:00
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar