Sport

Gerard Houllier fluttur á sjúkrahús vegna verkja í brjósti

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Gerard Houllier var fluttur á sjúkrahús í gær þar sem hann kvartaði yfir verkjum í brjósti en hinn 63 ára gamli knattspyrnustjóri Aston Villa fékk hjartaáfall fyrir áratug þegar hann var knattspyrnustjóri Liverpool.
Gerard Houllier var fluttur á sjúkrahús í gær þar sem hann kvartaði yfir verkjum í brjósti en hinn 63 ára gamli knattspyrnustjóri Aston Villa fékk hjartaáfall fyrir áratug þegar hann var knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos/Getty Images
Gerard Houllier var fluttur á sjúkrahús í gær þar sem hann kvartaði yfir verkjum í brjósti en hinn 63 ára gamli knattspyrnustjóri Aston Villa fékk hjartaáfall fyrir áratug þegar hann var knattspyrnustjóri Liverpool. Ástand Houllier er ekki talið alvarlegt en Houllier fór í hjartaaðgerð árið 2001 og var frá vinnu í hálft ár.

Gary McAllister mun stjórna Aston Villa í leiknum gegn Stoke sem fram fer á heimavelli Villa í Birmingham. Houllier hefur átt erfitt uppdráttar í starfi sínu á leiktíðinni en Aston Villa hefur leikið langt undir væntingum og var um tíma í bullandi fallbaráttu. Gengi liðsins hefur aðeins lagast á undanförnum vikum og liðið siglir lygnan sjó um miðja deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×