Kynjuð staða verður til Friðrik Indriðason skrifar 28. apríl 2011 14:42 Þeir kynjuðu láta ekki deigan síga og nú er komin niðurstaða í eina málinu sem Atli Gíslason nú óháður þingmaður hefur haft frumkvæði að á þingferli sínum. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Halelúja, þetta er einmitt það sem við þurftum frá ríkisstjórninni á þessum síðustu og verstu. Eftir að hafa skautað í gegnum plaggið er augljóst að þarna er verið að auka ríkisbáknið um eina „verkefnisstýru" sem fjármálaráðuneytið á að setja á sína launaskrá. Mér þykir sjálfgefið að kona verði ráðin í þá stöðu en árslaunin verða réttu megin við 6 milljónir króna. Svo er tíundað: „Gera þarf ráð fyrir fjármagni í eftirfarandi liði: Útgáfu á skýrslum með niðurstöðum verkefna, ráðstefnuhald, þátttöku í erlendum ráðstefnum, námskeiðahald, kennslugögn, greiðslu til fyrirlesara, útgáfu handbókar og annan tilfallandi kostnað. Lagt er til að úthlutað verði samtals 15 milljónum króna í þennan lið sem dreifist jafnt á þriggja ára tímabil, þ.e. 5 milljónir króna á ári." Verkefnisstýran þarf sum sé einhvern aur fyrir risnu og ráðstefnuhaldi. Miðað við algilt lögmál um hvernig ríkiskerfið blæs út má ætla að með kynjaðri fjárlagagerð eftir tvö eða þrjú ár sé verkefnisstýran komin með deildarstjóra, skrifstofustjóra og tvo ritara til að sinna framangreindu. Hér er ekki tekinn með sá kostnaður sem kynjuð fjárlagagerð mun íþyngja öðrum ríkisstofnunum. Tóninn er gefinn í tilkynningunni. Þar segir um eitt verkefnið sem kallast tímanotkunarrannsókn: „Mikilvægt er að hægt sé að meta áhrif aðgerða á ólaunaða vinnu kvenna og karla. Í þessu samhengi er talið að tímanotkunarrannsóknir séu nauðsynlegar, en í þeim felst rannsókn á hvernig kynin verja tíma sínum í ólaunaða vinnu...Þó hafa verið gerðar hér rannsóknir sem sýna fram á að ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þessari vinnu á Hagstofan að sinna en athyglisvert er að ekki er farið nánar út í rökstuðning fyrir því af hverju Hagstofan á að nota sinn mannskap í þetta verk annað en að „ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þetta eru nokkuð algild sannindi frá því að við skriðum niður úr trjánum. Það þarf ekki nýtt ríkisbákn til að átta sig á því. Þar að auki er Hagstofunni ætlað að vinna ýmsa greiningarvinnu í kringum hina kynjuðu hagstjórn/fjárlagargerð. Væntanlega fær Hagstofan því brátt sína eigin verkefnisstýru til að annast þá vinnu. Sú þarf svo auðvitað að fá allt sem stalla hennar í fjármálaráðuneytinu hefur af starfskrafti plús risnu. Og það fær hún að sjálfsögðu í gegnum kynjaða fjárlagagerð. Í þessu dæmalausa plaggi er einnig gerð krafa um að öll ráðuneytin sinni greiningarvinnu fyrir kynjuðu hagstjórnina og fjárlagagerðin og það hvert fyrir sig. Þetta þýðir væntanlega að öll ráðuneytin þurfa að fá sér sína eigin verkefnisstýru. Hún þarf svo að fá allt það sem hinar hafa fengið, það er jú inntak hinnar kynjuðu hagstjórnar. Niðurstaðan er þessi. Ef Alþingi samþykkir að fastráða fyrstu verkefnisstýruna í ár horfum við fram á nærri 100 manna ríkisbákn eftir þrjú ár sem kostar ríkissjóð um milljarð króna á ári. Og þessi milljarður fer í að segja okkur að konur vinna meira á heimilinu er karlar og önnur álíka almælt tíðindi. Höfundur er blaðamaður á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir kynjuðu láta ekki deigan síga og nú er komin niðurstaða í eina málinu sem Atli Gíslason nú óháður þingmaður hefur haft frumkvæði að á þingferli sínum. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt þriggja ára áætlun um innleiðingu kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar. Halelúja, þetta er einmitt það sem við þurftum frá ríkisstjórninni á þessum síðustu og verstu. Eftir að hafa skautað í gegnum plaggið er augljóst að þarna er verið að auka ríkisbáknið um eina „verkefnisstýru" sem fjármálaráðuneytið á að setja á sína launaskrá. Mér þykir sjálfgefið að kona verði ráðin í þá stöðu en árslaunin verða réttu megin við 6 milljónir króna. Svo er tíundað: „Gera þarf ráð fyrir fjármagni í eftirfarandi liði: Útgáfu á skýrslum með niðurstöðum verkefna, ráðstefnuhald, þátttöku í erlendum ráðstefnum, námskeiðahald, kennslugögn, greiðslu til fyrirlesara, útgáfu handbókar og annan tilfallandi kostnað. Lagt er til að úthlutað verði samtals 15 milljónum króna í þennan lið sem dreifist jafnt á þriggja ára tímabil, þ.e. 5 milljónir króna á ári." Verkefnisstýran þarf sum sé einhvern aur fyrir risnu og ráðstefnuhaldi. Miðað við algilt lögmál um hvernig ríkiskerfið blæs út má ætla að með kynjaðri fjárlagagerð eftir tvö eða þrjú ár sé verkefnisstýran komin með deildarstjóra, skrifstofustjóra og tvo ritara til að sinna framangreindu. Hér er ekki tekinn með sá kostnaður sem kynjuð fjárlagagerð mun íþyngja öðrum ríkisstofnunum. Tóninn er gefinn í tilkynningunni. Þar segir um eitt verkefnið sem kallast tímanotkunarrannsókn: „Mikilvægt er að hægt sé að meta áhrif aðgerða á ólaunaða vinnu kvenna og karla. Í þessu samhengi er talið að tímanotkunarrannsóknir séu nauðsynlegar, en í þeim felst rannsókn á hvernig kynin verja tíma sínum í ólaunaða vinnu...Þó hafa verið gerðar hér rannsóknir sem sýna fram á að ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þessari vinnu á Hagstofan að sinna en athyglisvert er að ekki er farið nánar út í rökstuðning fyrir því af hverju Hagstofan á að nota sinn mannskap í þetta verk annað en að „ólaunuð vinna við umönnun og heimilisstörf skiptist ójafnt milli kynjanna þar sem konur bera enn meginábyrgð á þessum störfum." Þetta eru nokkuð algild sannindi frá því að við skriðum niður úr trjánum. Það þarf ekki nýtt ríkisbákn til að átta sig á því. Þar að auki er Hagstofunni ætlað að vinna ýmsa greiningarvinnu í kringum hina kynjuðu hagstjórn/fjárlagargerð. Væntanlega fær Hagstofan því brátt sína eigin verkefnisstýru til að annast þá vinnu. Sú þarf svo auðvitað að fá allt sem stalla hennar í fjármálaráðuneytinu hefur af starfskrafti plús risnu. Og það fær hún að sjálfsögðu í gegnum kynjaða fjárlagagerð. Í þessu dæmalausa plaggi er einnig gerð krafa um að öll ráðuneytin sinni greiningarvinnu fyrir kynjuðu hagstjórnina og fjárlagagerðin og það hvert fyrir sig. Þetta þýðir væntanlega að öll ráðuneytin þurfa að fá sér sína eigin verkefnisstýru. Hún þarf svo að fá allt það sem hinar hafa fengið, það er jú inntak hinnar kynjuðu hagstjórnar. Niðurstaðan er þessi. Ef Alþingi samþykkir að fastráða fyrstu verkefnisstýruna í ár horfum við fram á nærri 100 manna ríkisbákn eftir þrjú ár sem kostar ríkissjóð um milljarð króna á ári. Og þessi milljarður fer í að segja okkur að konur vinna meira á heimilinu er karlar og önnur álíka almælt tíðindi. Höfundur er blaðamaður á Vísi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar