Hvað er veikt umboð? Svavar Gestsson skrifar 1. apríl 2011 06:00 Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilega mikið rætt um stjórnlagaráðið. Þar hafa 25 einstaklingar ákveðið að sinna þeirri lýðræðislegu skyldu sem þjóðin og Alþingi kalla þá til að semja tillögu að nýrri stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Það hefur flest verið reynt til þess að koma í veg fyrir að þessi tilraun tækist. Síðast var úrskurður sexmenninganna í Hæstarétti alvarleg atlaga. Sjálfstæðisflokkurinn beitti sér gegn þessari tilraun. Hann hefur yfirleitt verið á móti endurskoðun stjórnarskárinnar. Þó er frá því ein alvarleg undantekning. Það var 1995 þegar mannréttindakaflinn var skrifaður inn í stjórnarskrána í samkomulagi allra flokka á Alþingi. Þá hafði Geir H. Haarde forystu um málið af hálfu síns flokks. Þá hafa oft verið gerðar breytingar á kosningaköflum stjórnarskrárinnar, 1959, 1983, 1999. Alltaf í samkomulagi. En það samkomulag hefur ekki síst verið háð vilja Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur í raun ákveðið efnið og hraðann. Nú er hins vegar margt jákvætt að gerast einmitt af því að Sjálfstæðisflokkurinn ræður ekki. Þetta er ekki sagt nema af því að það er staðreynd og ekki af neinni meinbægni í garð íhaldsins. Eitt af því sem er að gerast af því að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki við völd er víðtæk vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það er fagnaðarefni. Og stjórnlagaráð er orðið til. Það er skynsamleg lausn á flókinni stöðu. Nú bíðum við hin spennt eftir niðurstöðunni og munum samviskusamlega fylgjast með umræðum í stjórnlagaráði. Verða þær ekki örugglega í heyrenda hljóði? Verður almennilegt pláss fyrir áheyrendur því fleiri en ég munu vilja fylgjast með. Verður umræðum kanski sjónvarpað um útsendingarkerfi Alþingis? Heyrst hefur af andstæðingum málsins að stjórnlagaráðið hafi veikt umboð. Ekki hefur verið skilgreint í hverju sú veiking er fólgin. Hvernig munu þeir sem telja sig hafa veikt umboð vinna öðru vísi en þeir sem hafa sterkt umboð? Fróðlegt verður að fylgjast með því. Vonandi sést enginn munur á þessu fólki; vonandi verður þjóðarheill leiðarljósið í vinnu hvers stjórnlagaráðskarls og hverrar stjórnlagaráðskonu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun