Innlent

Reykti sígarettu á Volcano og skallaði dyravörð

Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni.
Vestmannaeyjar. Myndin er úr safni.
Karlmaður var kærður fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum um helgina eftir að viðkomandi skallaði dyravörð í höfuðið. Ástæðan fyrir árásinni var sú að maðurinn var að reykja inni á skemmtistaðnum Volcano.

Dyraverðir gerðu athugasemdir við hegðun mannsins og ráku hann í kjölfarið út af staðnum til þess að klára sígarettuna.

Þegar hann vildi svo aftur inn en var honum meinuð innganga. Hann lenti þá í átökum við tvo dyraverði staðarins sem endaði með því að hann skallaði annan dyravörðinn í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×