Bradford hættur - útilokar ekki að þjálfa á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. mars 2011 14:45 Glæstur ferill Braford á Íslandi endaði á bekknum þar sem hann átti afar erfitt með sig. Mynd/Valli Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar." Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Körfuknattleikskappinn Nick Bradford staðfesti við Vísi í dag að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára að aldri. Þessi mikli keppnismaður eyddi síðustu mínútum ferilsins á bekknum hjá Grindavík og fylgdist vanmáttugur með því er Grindavík lauk keppni á þessu tímabili. "Það var óneitanlega sérstakt að fylgjast með af bekknum og afar erfitt verð ég að viðurkenna," sagði Bradford. "Þetta var minn síðasti leikur. Ég var búinn að taka þessa ákvörðun fyrir nokkrum mánuðum." Bradford segir að það sé kominn tími á næsta skref á sínum ferli en hann hyggur á feril sem körfuknattleiksþjálfari. "Stefnan er að komast að hjá þjálfarateymi í háskóla í Bandaríkjunum. Vonandi gerist það næsta sumar," sagði Bradford sem virðist vera ansi vel tengdur í Bandaríkjunum. "Ég mun taka fund með Roy Williams sem þjálfar körfuboltalið North Carolina-háskólans. Ég mun líka ræða við þá Bill Self og Danny Manning hjá Kansas. Vonandi kemur eitthvað gott út úr því," sagði Bradford en þessir tveir skólar eru með þeim stærri í bandaríska háskólaboltanum. Bradford er án nokkurs vafa einn vinsælasti körfuboltamaðurinn sem hefur spilað hér á landi og skilur eftir djúp spor í íslenskri körfuboltasögu. Hann hefur sterk tengsl við Ísland eftir alla dvölina á Íslandi og vill alls ekki útiloka að þjálfa hér á landi fái hann tækifæri til þess. "Ég er opinn fyrir því og mér hefur alltaf liðið vel hér. Það hefur enginn nefnt neitt slíkt við mig enn sem komið er en ég vil alls ekki útiloka möguleikann. Eina sem er ákveðið er að ég mun hella mér út í þjálfun af fullum krafti núna." Bradford fer fljótlega af landi brott til heimabæjar síns í Arkansas. Þar mun hann hitta son sinn í fyrsta skipti en hann fæddist 14. mars síðastliðinn. "Það verður frábært að hitta litla strákinn minn. Þetta er mitt fyrsta barn og ég get ekki beðið eftir að halda á honum," sagði Bradford sem býst við að koma reglulega í heimsóknir til Íslands. "Ég á marga góða vini á Íslandi sem ég vil halda tengslum við. Ég er þakklátur fyrir það hversu Íslendingar hafa reynst mér vel og hér hef ég alltaf notið virðingar. Það verður gaman að koma í heimsókn síðar."
Dominos-deild karla Mest lesið Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira