Vill Baldur í tveggja ára fangelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 11:54 Baldur Guðlaugsson er sakaður um innherjasvik og brot í opinberu starfi. Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins. Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins.
Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04
Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10