Vill Baldur í tveggja ára fangelsi Erla Hlynsdóttir skrifar 14. mars 2011 11:54 Baldur Guðlaugsson er sakaður um innherjasvik og brot í opinberu starfi. Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins. Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Sérstakur saksóknari fer fram á tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Hámarksrefsing við innherjasvik er hins vegar sex ár. Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, lauk málflutningi sínum fyrir stundu. Í máli sínu benti hann á misræmi á milli framburðar Bolla Bollasonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, og framburðar Baldurs. Bolli stýrði samráðshópi um fjármálastöðugleika sem Baldur átti sæti í. Baldur bar fyrir dómi að hann hafi ráðfært sig við Bolla, fyrir söluna á hlutabréfunum, um hvort rétt væri að selja þau. Bolli bar hins vegar í dómssal að Baldur hafi ekki rætt við hann um hlutabréfasöluna fyrr en að henni lokinni. Sagði Bolli ennfremur að hann hefði ráðlagt Baldri frá því að selja bréfin, hefði hann vitað af ætlun Baldurs áður en salan átti sér stað. Þá sagðist Bolli hafa litið á sjálfan sig sem innherja og því ekki selt eigin hlutabréf í íslensku viðskiptabönkunum á þessum tíma. Með hliðsjón af þessu segir Björn ljóst að Baldur hafi framið brot sín „af ásetningi og gegn betri vitund". Björn telur engan vafa leika á því að Baldur hafi sýnt „einbeittan brotavilja" þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna í september 2008. Að mati Björns er þvílíkur fjöldi af gögnum sem liggur fyrir í málinu og og styrkir málflutning ákæruvaldsins að þeim megi einna helst líka við „veisluborð" fyrir þann sem ákæruna ritaði. Vísaði hann þar meðal annars til fundargerða samráðshópsins.
Tengdar fréttir Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04 Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Halldór taldi upplýsingarnar ekki verðmyndandi Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, gaf símaskýrslu frá Kanada við framhald aðalmeðferðar í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í morgun. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og honum gefið að sök að hafa hagnýtt sér upplýsingar sem hann bjó yfir sem innherji þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum 17. 0g 18. september 2008. 14. mars 2011 10:04
Saksóknari segir engan vafa leika á innherjastöðu Baldurs Björn Þorvaldsson saksóknari leggur mikla áherslu á að Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, hafi búið yfir upplýsingum sem almennum hluthöfum voru ekki aðgengilegar þegar hann seldi öll hlutabréf sín í Landsbankanum dagana 17. og 18. September 2008. 14. mars 2011 11:10