Þjóðin þarf að þola laun bankastjóranna Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2011 18:55 Árni Páll Árnason Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. Ríkisstjórnin ræddi launamál bankastjóra stóru viðskiptabankanna í morgun. En bankastjórar Arion og Íslandsbanka, eru vel á þriðju milljón króna á mánuði. Efnahags og viðskiptaráðherra minnir á að þótt þetta séu einkabankar séu þeir í samstarfi við ríkisvaldið og innistæður í þeim séu tryggðar af ríkinu. „Og það er ekkert óeðlilegt að fara fram á það á meðan slíkt ástand vari, hagi þeir ákvörðunum um kjör í samræmi við það sem almenningur þolir,“ segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann er ekki sannfærður um að hár viðbótarskattur á atvinnulaun af þessu tagi sé lausnin, margar aðrar leliðir komi til greina. Þegar ráðherrann var spurður hvort til greina kæmi að afnema tryggingu ríkisins á innistæðum einkabankanna sagði hann fulla ástæðu til að ræða við bankana um með hvaða hætti þeir treystu sér til að vinna með stjórnvöldum að tryggja samfélagslega ábyrga launastefnu. „Á þessum tímum þegar þeir þurfa auðvitað á ríkisvaldinu að halda og ríkisvaldið er að vinna með bönkunum að endurreisn fjármálakerfisins,“ segir Árni Páll. Laun bankastjóra Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, eru engin smánarlaun en þó mun lægri en bankastjóra Arion og Íslandsbanka sem eru að mestu í eigu kröfuhafa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra útilokar ekki háan skatt á ofurlaun. „Ég tel það vel koma til greina já, ef við förum að sjá einhvera þróun í átt til ofurlauna ganga í garð strax eftir hrun. Ég tala nú ekki um í fjármálageiranum . Þá á að taka á því,“ segir fjármálaráðherra. Það séu ýmsar leiðir til þess. Hægt væri að skattleggja sérstaklega kaupauka og bónusa og setja viðbótarálag á allra hæstu laun. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Efnahags- og viðskiptaráðherra segir ekki óeðlilegt að bankarnir hagi launum æðstu stjórnenda þannig að almenningur þoli þau, á sama tíma og innistæður bankanna séu tryggðar af ríkinu. Ríkisstjórnin ræddi launamál bankastjóra stóru viðskiptabankanna í morgun. En bankastjórar Arion og Íslandsbanka, eru vel á þriðju milljón króna á mánuði. Efnahags og viðskiptaráðherra minnir á að þótt þetta séu einkabankar séu þeir í samstarfi við ríkisvaldið og innistæður í þeim séu tryggðar af ríkinu. „Og það er ekkert óeðlilegt að fara fram á það á meðan slíkt ástand vari, hagi þeir ákvörðunum um kjör í samræmi við það sem almenningur þolir,“ segir Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann er ekki sannfærður um að hár viðbótarskattur á atvinnulaun af þessu tagi sé lausnin, margar aðrar leliðir komi til greina. Þegar ráðherrann var spurður hvort til greina kæmi að afnema tryggingu ríkisins á innistæðum einkabankanna sagði hann fulla ástæðu til að ræða við bankana um með hvaða hætti þeir treystu sér til að vinna með stjórnvöldum að tryggja samfélagslega ábyrga launastefnu. „Á þessum tímum þegar þeir þurfa auðvitað á ríkisvaldinu að halda og ríkisvaldið er að vinna með bönkunum að endurreisn fjármálakerfisins,“ segir Árni Páll. Laun bankastjóra Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, eru engin smánarlaun en þó mun lægri en bankastjóra Arion og Íslandsbanka sem eru að mestu í eigu kröfuhafa. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra útilokar ekki háan skatt á ofurlaun. „Ég tel það vel koma til greina já, ef við förum að sjá einhvera þróun í átt til ofurlauna ganga í garð strax eftir hrun. Ég tala nú ekki um í fjármálageiranum . Þá á að taka á því,“ segir fjármálaráðherra. Það séu ýmsar leiðir til þess. Hægt væri að skattleggja sérstaklega kaupauka og bónusa og setja viðbótarálag á allra hæstu laun.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira