Notkun svefnlyfja eykst enn 15. mars 2011 21:00 Mímir Arnórsson lyfjafræðingur. Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi á meðal eldra fólks. Tauga- og geðlyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum. „Árið 2009 seldust rúmir 43 þúsund skilgreindir dagskammtar af hjartalyfjum eða 370 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Sama ár seldust rúmir 37 þúsund skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 319 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag," upplýsir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Í rannsókn á algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana sem var gerð árið 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006 og þar af var fjórðungur geðlyf. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja eða 58,5 prósent á meðal karla og 40,3 prósent á meðal kvenna. Ekkert bendir til þess að notkun þessara lyfja fari minnkandi og ef svefnlyfin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að árið 2007 seldust 70,52 skilgreindir dagskammtar af svefnlyfjum fyrir hverja þúsund íbúa á dag en árið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hefur notkun svefnlyfja dregist saman í nágrannalöndunum. „Danir fóru í mikið átak til að minnka notkun svefnlyfja en aðal hvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki. Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul manneskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma," segir Mímir. Hann bendir á að svefnlyf séu að fullu greidd af notendum og að því sé ekki beint hagræði fyrir ríkið að draga úr notkun þeirra. „Hins vegar mætti velta fyrir sér hver óbeini kostnaðurinn sé." Sé notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja borin saman við notkun í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og um 30 prósentum meiri en í Finnlandi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár," segir Mímir. En hver skyldu langtímaáhrif svefnlyfjanotkunar vera? Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir var inntur eftir því: „Svefnlyf geta meðal annars aukið byltuhættu, dregið úr vitrænni getu og einbeitingu og eru vanabindandi, sérstaklega ef um langvarandi notkun er að ræða. Það má þó ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem vítahringur svefntruflana getur haft á lífsgæði einstaklinga en við meðferð svefntruflana er þó mikilvægt að greina orsakir vandans, enda ýmis önnur ráð svo sem breytingar á lífstíl eða venjum sem geta hjálpað eða dregið úr þörf fyrir svefnlyf." Aðalsteinn segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin og í lægstu mögulegu skömmtum en reyndin sé þó önnur. „Verkun þeirra minnkar þegar líður á meðferð og viðkomandi verður háður lyfinu. Þá getur verið erfitt að venja fólk af notkun svefnlyfja og ýmis fráhvarfseinkenni geta komið fram." vera@frettabladid.is Tengdar fréttir Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Notkun tauga- og geðlyfja er mikil á Íslandi og er notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja sem heyra undir þau sérstaklega áberandi á meðal eldra fólks. Tauga- og geðlyf eru mest seldu lyfin á Íslandi á eftir hjartalyfjum. „Árið 2009 seldust rúmir 43 þúsund skilgreindir dagskammtar af hjartalyfjum eða 370 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag. Sama ár seldust rúmir 37 þúsund skilgreindir dagskammtar af tauga- og geðlyfjum eða 319 skilgreindir dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag," upplýsir Mímir Arnórsson lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun. Í rannsókn á algengi geðlyfjanotkunar eldri Íslendinga utan stofnana sem var gerð árið 2006 kom í ljós að einstaklingar 70 ára og eldri leystu út þriðjung allra lyfjaávísana á Íslandi árið 2006 og þar af var fjórðungur geðlyf. Algengust var notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja eða 58,5 prósent á meðal karla og 40,3 prósent á meðal kvenna. Ekkert bendir til þess að notkun þessara lyfja fari minnkandi og ef svefnlyfin eru skoðuð sérstaklega kemur í ljós að árið 2007 seldust 70,52 skilgreindir dagskammtar af svefnlyfjum fyrir hverja þúsund íbúa á dag en árið 2009 voru þeir 72,74. Á sama tíma hefur notkun svefnlyfja dregist saman í nágrannalöndunum. „Danir fóru í mikið átak til að minnka notkun svefnlyfja en aðal hvatinn var sá að óbeinn kostnaður af notkun þeirra er mikill og þá sérstaklega hjá gömlu fólki. Lyfin valda því að fólk verður valt á fótunum og oft hljótast af því beinbrot sem kosta heilbrigðiskerfið mikla fjármuni enda líkur á því að gömul manneskja sem dettur og lærbrotnar verði föst inni á sjúkrastofnun í langan tíma," segir Mímir. Hann bendir á að svefnlyf séu að fullu greidd af notendum og að því sé ekki beint hagræði fyrir ríkið að draga úr notkun þeirra. „Hins vegar mætti velta fyrir sér hver óbeini kostnaðurinn sé." Sé notkun kvíðastillandi lyfja og svefnlyfja borin saman við notkun í Danmörku kemur í ljós að hún er tvöfalt meiri hér á landi og um 30 prósentum meiri en í Finnlandi svo dæmi séu nefnd. En hver er skýringin? „Þetta virðist vera lenska hjá okkur og svona hefur þetta verið svo lengi sem ég man en ég hef verið í faginu í fjörutíu ár," segir Mímir. En hver skyldu langtímaáhrif svefnlyfjanotkunar vera? Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir var inntur eftir því: „Svefnlyf geta meðal annars aukið byltuhættu, dregið úr vitrænni getu og einbeitingu og eru vanabindandi, sérstaklega ef um langvarandi notkun er að ræða. Það má þó ekki gera lítið úr þeim áhrifum sem vítahringur svefntruflana getur haft á lífsgæði einstaklinga en við meðferð svefntruflana er þó mikilvægt að greina orsakir vandans, enda ýmis önnur ráð svo sem breytingar á lífstíl eða venjum sem geta hjálpað eða dregið úr þörf fyrir svefnlyf." Aðalsteinn segir yfirleitt mælt með því að notkun svefnlyfja sé tímabundin og í lægstu mögulegu skömmtum en reyndin sé þó önnur. „Verkun þeirra minnkar þegar líður á meðferð og viðkomandi verður háður lyfinu. Þá getur verið erfitt að venja fólk af notkun svefnlyfja og ýmis fráhvarfseinkenni geta komið fram." vera@frettabladid.is
Tengdar fréttir Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Sjá meira
Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun Hvergi á Norðurlöndum notar eldra fólk meira af kvíðastillandi lyfjum og svefnlyfjum en á Íslandi. Notkunin hér er áberandi og fer vaxandi á sama tíma og dregur úr henni á hinum Norðurlöndunum. Íslendingar nota tvöfalt meira af þessum lyfjum en Danir og þriðjungi meira en Finnar. 15. mars 2011 07:00