Aukin menntun stúlkna ávöxtur þróunarsamvinnu Bjarni Gíslason skrifar 6. september 2011 06:00 Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. Rúbite er ung stúlka. Hún kann að lesa og hefur lokið 4. bekk. Í dag er hún kennari innan þessa verkefnis. Hún vill að stúlkurnar í sínu þorpi fái tækifæri til að mennta sig og tekur þátt í vinnu við að búa til fræðslurit um til dæmis HIV-veiruna og næringarfræði, á sínu tungumáli. Stúlkum sem áður voru „bara húsmæður“ opnast dyr til menntunar og framfara. Þær fá jafnvel tækifæri til að stunda nám við háskóla, verða til dæmis kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Nokkuð sem fyrir örfáum árum var algjörlega óþekkt. Fræðsla og menntun bætir líf þeirra á svo margan hátt. Ein af ástæðum þess að stúlkur víða í Afríku fá ekki að ganga í skóla er að það er hlutverk þeirra að vinna flest erfiðustu verkin eins og að sækja vatn. Ef langt er að fara að sækja vatn, sem þarf að gera daglega, fer mikill tími í það og þar með ekki möguleiki að fara í skóla sem er á sama tíma. Þetta er vítahringur vatnsskorts. Brunnur í nánasta umhverfi rýfur þennan vítahring og gefur stúlkum tækifæri til skólagöngu. Menntun hefur síðan keðjuverkandi áhrif sem síðar meir geta breytt hugsunarhætti til meira jafnréttis kynjanna. Vatn er því ekki bara vatn heldur menntun fyrir stúlkur og meira jafnrétti! Þetta staðfesti 12 ára stúlka í þorpinu Mandalika í Malaví þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með vatnsverkefni. Hún tjáði okkur að eftir að brunnur var settur upp við þorpið taki svo stuttan tíma að sækja vatn að hún gat hafið skólagöngu. Þróunarsamvinna ber góðan ávöxt! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Kristniboðssambandið hefur undanfarin ár verið með lestrarverkefni meðal Dasentsmanna í Suður-Eþíópíu. Verkefnið hófst á því að búa til kennslubók á tungumál þjóðflokksins og handbók handa kennurum. Því næst var hafist handa við sjálfa kennsluna. Einn aðalmarkhópurinn í þessu verkefni er stúlkur og konur. En skólaganga stúlkna á svæðinu er mjög takmörkuð og jafnvel engin. Grundvöllur allra framfara og jafnréttis er menntun. Hornsteinn menntunar er lestrarkunnátta og því gefur það augaleið hversu mikilvægt þetta verkefni er. Rúbite er ung stúlka. Hún kann að lesa og hefur lokið 4. bekk. Í dag er hún kennari innan þessa verkefnis. Hún vill að stúlkurnar í sínu þorpi fái tækifæri til að mennta sig og tekur þátt í vinnu við að búa til fræðslurit um til dæmis HIV-veiruna og næringarfræði, á sínu tungumáli. Stúlkum sem áður voru „bara húsmæður“ opnast dyr til menntunar og framfara. Þær fá jafnvel tækifæri til að stunda nám við háskóla, verða til dæmis kennarar eða hjúkrunarfræðingar. Nokkuð sem fyrir örfáum árum var algjörlega óþekkt. Fræðsla og menntun bætir líf þeirra á svo margan hátt. Ein af ástæðum þess að stúlkur víða í Afríku fá ekki að ganga í skóla er að það er hlutverk þeirra að vinna flest erfiðustu verkin eins og að sækja vatn. Ef langt er að fara að sækja vatn, sem þarf að gera daglega, fer mikill tími í það og þar með ekki möguleiki að fara í skóla sem er á sama tíma. Þetta er vítahringur vatnsskorts. Brunnur í nánasta umhverfi rýfur þennan vítahring og gefur stúlkum tækifæri til skólagöngu. Menntun hefur síðan keðjuverkandi áhrif sem síðar meir geta breytt hugsunarhætti til meira jafnréttis kynjanna. Vatn er því ekki bara vatn heldur menntun fyrir stúlkur og meira jafnrétti! Þetta staðfesti 12 ára stúlka í þorpinu Mandalika í Malaví þar sem Hjálparstarf kirkjunnar er með vatnsverkefni. Hún tjáði okkur að eftir að brunnur var settur upp við þorpið taki svo stuttan tíma að sækja vatn að hún gat hafið skólagöngu. Þróunarsamvinna ber góðan ávöxt!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar