Prestvígðar konur gegn ofbeldi Guðrún Karlsdóttir skrifar 24. október 2011 07:00 Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íris Kristjánsdóttir prestur í Hjallakirkju Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október 2011 munu prestvígðar konur í þjóðkirkjunni standa fyrir kvennamessu gegn ofbeldi. Í fyrra var kvennamessa af sama tilefni og var þá ákveðið að reyna að gera þetta að árlegum viðburði. Barátta gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn liður jafnréttisbaráttunnar en flest bendir til að árangur á einu sviði jafnréttisbaráttunnar sé háður árangri á öðrum sviðum. Öll eigum við að vera óhult í kirkjunni. Við vitum þó öll að raunveruleikinn hefur stundum verið annar. Menn sem beita ofbeldi sækja einmitt oft í störf þar sem þeir hafa greiðan aðgang að börnum og konum sem ekki eiga auðvelt með að verja sig. Þeir sækja oft í valdastöður. Það er fullkomlega ólíðandi að ofbeldi af nokkrum toga geti átt sér stað innan kirkjunnar. Þjóðkirkjan þarf því að koma sér upp betri forvörnum og aðgerðaráætlunum svo öllum verði ljóst hvernig bregðast skuli við ef upp kemst um ofbeldi. Nú þegar hefur mikið verið gert og sú vinna mun halda áfram. Til þess að sár geti gróið er nauðsynlegt að lagfæra alla verkferla þjóðkirkjunnar varðandi ofbeldismál, fræða starfsfólk og skoða sakaskrá og feril allra er innan hennar starfa. Greiða þarf öllum þolendum bætur og biðjast fyrirgefningar fyrir hönd stofnunar sem tók afstöðu með gerandanum en sinnti ekki fórnarlömbunum. Í þessu er verið að vinna nú. En þar sem baráttan gegn kynbundnu ofbeldi og ofbeldi gegn börnum er einn hluti jafnréttisbaráttunnar teljum við að forsenda þess að þetta takist vel sé að farið verði af alvöru í að auka áhrif kvenna innan kirkjunnar. Í þjóðkirkjunni eru nær engar konur (og engin prestvígð) í æðstu nefndum og embættum kirkjunnar. Þrjár prestvígðar konur af tólf fulltrúum presta sitja á kirkjuþingi. Engin prestvígð kona situr í kirkjuráði, engin prestvígð kona er biskup, engin prestvígð kona er prófastur á höfuðborgarsvæðinu og örfáar konur eru sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum trú á því að réttlæti og árangur muni nást og að kirkjan okkar standi sterkari á eftir. Við höfum trú á því að næsta kirkjuþing, sem hefst 12. nóvember, muni vekja von um bjarta framtíð.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar