Erlent

Vilja forðast frekari lekamál

Birting Wikileaks á trúnaðargögnum er sögð vera afar vandræðaleg fyrir yfirvöld í Bandaríkjunum.
Birting Wikileaks á trúnaðargögnum er sögð vera afar vandræðaleg fyrir yfirvöld í Bandaríkjunum. mynd/AFP
Yfirvöld Bandaríkjanna kynntu í dag aðgerðaráætlun sem á að koma í veg fyrir viðvarandi leka í  opinberum stofnunum. Er þetta gert til að forðast annað Wikileaks mál þar sem hernaðargögn og diplómatísk skeyti voru gerð opinber.

Opinberar stofnanir Bandaríkjanna verða skyldugar til að ráða hátt setta einstaklinga til að meðhöndla öll gögn. Einnig verður sérstök nefnd sett saman mun fylgjast með trúnaðargögnum.

Sérfræðingar telja þó að aðgerðir Bandaríkjastjórnar séu fyrirsjáanlegar og geri lítið til að koma í veg fyrir leka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×