Erlent

Flestir mótmælendurnir lausir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mótmælendur vöktu athygli á málstað sínum með ýmsum hætti.
Mótmælendur vöktu athygli á málstað sínum með ýmsum hætti. Mynd/ AFP.
Lögreglan í New York hefur látið lausa flesta af þeim 700 sem voru handteknir eftir mótmælin á Brooklyn brúnni í mótmælum í gær. Efnt var til mótmælanna til að vekja athygli á græðgi banka og stórfyrirtækja.

Flestir þeir sem handteknir voru fengu sektir eða var stefnt fyrir rétt. Hópurinn sem stendur að baki mótmælunum segir að þeim verði haldið áfram, jafnvel strax á næsta miðvikudag, eftir því sem BBC greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×