Innlent

Styðja Kristján þrátt fyrir málefni sparisjóðsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir yfir trausti á Kristján Gunnarsson. Mynd/ Vilhelm.
Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur lýsir yfir trausti á Kristján Gunnarsson. Mynd/ Vilhelm.
Bæði stjórn og varastjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis lýstu fyllsta trausti á Kristján G. Gunnarssonar formann félagsins á fundi sínum í gær.

Kristján sagði af sér trúnaðarstörfum fyrir Starfsgreinasambandið, ASÍ og Festu vegna rannsóknar Fjármálaeftirlitsins á málefnum Sparisjóðsins í Keflavík. Grunur leikur á að umdeildar lánveitingar sparisjóðsins falli undir umboðssvik, eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 um daginn.

Stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis harmaði í gær þá ákvörðun Kristjáns að draga sig út úr þessum trúnaðarstörfum. Í frétt á vef Starfsgreinsambandsins segir að Kristján hafi eindregið hvattur til þess að halda áfram formennsku í VSFK og til þess að gegna áfram mikilvægum trúnaðarstörfum í þágu þess.

Stjórnin segir að það viti þeir sem vita vilji að fall Sparisjóðsins í Keflavík sé ekki runnið undan stefnumörkun Kristján G. Gunnarssonar, heldur hafi hann reynt í samstarfi við Fjármálaeftirlitið að forða Sparisjóðnum frá falli þegar ljóst varð hvert stefndi eftir bankahrunið árið 2008 þegar aðrir yfirgáfu stjórn sjóðsins í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×