
Kindarleg umræða um landbúnað
Verð á lambakjöti kemur ekki allt fram við búðarborðið og ekki liggur fyrir hve mikið það þyrfti að hækka til að þokkalega lífvænlegt yrði að stunda framleiðsluna, en örugglega umtalsvert meira en það sem sauðfjárbændur lögðu til. Sauðkindin er ekki afurðamikil skepna og því verður lambakjötsverð að vera hátt, enda varan eftirsótt og af flestum talin hátíðar- og hágæðafæða.
Styrkir og lausagangaStyrkjakerfi landbúnaðarins, einkum það sem að sauðfjárræktinni snýr, hefur verið gagnrýnt og er það eðlilegt, þar sem tæplega er það svo, að búið sé að finna hina fullkomnu lausn í því efni og ef til vill er sá tími liðinn að þjóðin sætti sig við að framleiðslu á matvörum sé haldið uppi með styrkjum, höftum og millifærslum. Gildir þá einu hvort um er að ræða beingreiðslur, gæðastýringarálag, innflutningstolla eða framlög einstaklinga og hins opinbera til girðingaframkvæmda.
Svo sem kunnugt er, gengur sauðfé á Íslandi laust og óheft um þær lendur sem því sýnist í langflestum tilfellum og eigendur sauðfjár virðast enga ábyrgð bera á því tjóni sem fénaður þeirra veldur öðrum. Fjárheldar girðingar kosta mikla fjármuni, svo augljóst er að þar liggur mikið ómetið framlag til búgreinarinnar. Framlag kemur frá hinu opinbera en einnig þeim sem eru að reyna að verja eigur sínar og ræktun fyrir ágangi sauðkinda, sem enginn virðist bera ábyrgð á. Framlagið til gæðastýringar, sem talið var upp hér að framan, er svo eitt ómerkilegasta fyrirbrigðið í þessum styrkjaskógi, því upplýst er (m.a. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins) að það hefur lítið sem ekkert með gæðastýringu að gera.
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið rakið um styrki og framlög af ýmsu tagi, þá er flestum ljóst að sauðfjárbændur eru ekki að flá feitan gölt og ekki ólíklegt að þeir séu einna verst settir allra bænda hvað tekjur af starfsemi þeirra varðar.
Því hlýtur að vera ljóst að finna verður ný úrræði. Finna nýjar leiðir til að tryggja þeim sem sauðfjárrækt stunda þokkalega afkomu og ekki síður góða sátt við samfélagið. Aðferð Bændasamtakanna að telja sér og reyna að telja öðrum trú um, að hér og nú, sé lifað í besta og fullkomnasta heimi allra heima gengur vitanlega ekki.
HagfræðiÍ Bændablaðinu sem út kom þann 7. júlí 2011 má lesa – í leiðara – eftirfarandi: „Innfluttur matur hefur hækkað um 62% en innlend búvara hækkaði ekki nema um 20%.“ Og síðar: „…tollvernd [þ.e. ísl. kjötframleiðslu] verndar kaupmátt fólks…“ (!). Séu þessar tölur réttar, sem settar eru fram af HB (Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtakanna?), þá sýna þær ljóslega hve illa hefur til tekist að tryggja stöðu bænda í því ölduróti sem gengið hefur yfir íslenskt samfélag undanfarin ár. Hvernig tollverndin virkar á þennan hátt, er hins vegar algjörlega óupplýst.
Spennandi verður að fá þær útskýringar sem til þarf til að skilja megi kenninguna, sem samkvæmt þessu, hefur tryggt neytendum ódýrar landbúnaðarvörur, meðan bændur sitja eftir með sárt ennið, horfandi á eignir sínar rýrna og tekjur lækka.
Bændur eru neytendur jafnt og aðrir þegnar þessa lands. Því er algjörlega óumflýjanlegt að útskýrt verði hvernig tollun af þessu tagi tryggir hag neytenda. Ef rétt reynist, þá er sjálfgefið að taka verður upp harða tollastefnu á sem flestum sviðum, sérstaklega þegar framleidd er íslensk vara sambærileg þeirri sem tolluð er!
ESB-fælninEkki er furða þó bændaforystan berji sér á brjóst og þykist hafa gott gert og neiti alfarið að horfast í augu við að komið sé að því að stokka þurfi kerfið upp. Bændur hafa, svo dæmi sé tekið, horft á forystuna ausa fjármunum í pólitísk öfgasamtök eins og „Heimsýn“ svo ekki sé nú minnst á nýlega bókaútgáfu um ESB, meðan raunverulegir hagsmunir stéttarinnar eru látnir sitja á hakanum.
Ísland hefur sótt um inngöngu í Evrópusambandið og hafnar eru samningaviðræður þar um. Hvort af inngöngu verður eða ekki, ræðst fyrst og fremst af því hvort viðunandi samningur við sambandið næst.
Bændasamtökin hafa hafnað þátttöku í því ferli og feta þar í spor Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra.
Eitt er að stjórnmálamaður leyfi sér að hafa trú, sem gengur framar þjóðarhagsmunum, en að Bændasamtökin geri slíkt er með öllu ólíðandi, þeim ber að gæta hagsmuna umbjóðenda sinna, hvort sem af inngöngu í Evrópusambandið verður eða ekki.
Skoðun

Yfir hverju er verið að brosa?
Árni Kristjánsson skrifar

Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax
Atli Harðarson skrifar

Stjórnvöld sem fjárfestatenglar
Baldur Thorlacius skrifar

Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar?
Einar Jóhannes Guðnason skrifar

Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt?
Stefán Þorri Helgason skrifar

Vindorkuvæðing í skjóli nætur
Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar

Þátttökuverðlaun Þórdísar
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Fjármálaráðherra búinn að segja A
Ögmundur Jónasson skrifar

Hagfræði-tilgáta ómeðtekin
Karl Guðlaugsson skrifar

Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit
Friðjón R. Friðjónsson skrifar

Stattu vörð um launin þín
Davíð Aron Routley skrifar

Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt
Ólafur Margeirsson skrifar

Hlustum í eitt skipti á foreldra
Jón Pétur Zimsen skrifar

Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs
Örn Sigurðsson skrifar

Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra
Alma D. Möller skrifar

Vanþekking eða vísvitandi blekkingar?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„I believe the children are our future…“
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Allt sem ég þarf að gera
Dagbjartur Kristjánsson skrifar

Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB)
Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar

Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum
Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar

Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa!
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum
Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar

Notkun ökklabanda
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Skólaskætingur
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar

Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni
Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar

Ný sókn í menntamálum
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir?
Viðar Hreinsson skrifar

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar