Kim Kardashian vakti athygli fyrir skrýtin skilaboð á Twitter-samskiptasíðunni yfir hátíðirnar. Hún sendi til dæmis dúkkunni Barbie nokkur skilaboð á jóladag, en Barbie er að sjálfsögðu á Twitter.
Raunveruleikastjarnan óskaði Barbie meðal annars gleðilegra jóla og bætti svo um betur og spurði hvað dúkkan hefði fengið frá Ken í jólagjöf.
Að endingu sendi Kardashian Barbie þau skilaboð að þær ættu nú að hittast og versla saman á nýju ári.
Notendur Twitter fylgdust furðulostnir með skilaboðaflóði Kardashian á jólunum og voru flestir með þá kenningu að raunveruleikastjarnan hefði verið aðeins of einmana yfir hátíðirnar enda nýskilin.
Sendi Barbie skilaboð

Mest lesið




Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því?
Tíska og hönnun



Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni


