Erlent

Sprengja á Times torgi: Sannanir fyrir aðild talíbana

Faisal Shazad er sagður hafa ætlað að sprengja bíl í loft upp á Times torgi.
Faisal Shazad er sagður hafa ætlað að sprengja bíl í loft upp á Times torgi. MYND/AP
Bandaríkjamenn segjast nú hafa sannanir fyrir því að talíbanar í Pakistan hafi staðið á bakvið hryðjuverkið sem fór út um þúfur á Times torgi í New York á dögunum. Dómsmálaráðherrann Eric Holder staðfesti þetta í dag en áður höfðu bandarísk stjórnvöld vísað yfirlýsingum talíbana í Pakistan um að þeir bæru ábyrgð á ódæðinu á bug.

Einn maður er í haldi, Faisal Shashad, en hann er bandarískur ríkisborgari fæddur í Pakistan. Holder segist hafa sannanir fyrir því að talíbanar hafi hjálpað til við undirbúning hryðjuverksins auk þess sem miklar líkur séu á því að þeir hafi einnig fjármagnað áætlunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×