Vilja fleiri konur í KF Mjöðm og búa til Mjaðmarbörn 10. júní 2010 15:30 Knattspyrnufélagið KF Mjöðm rekur einnig kvennadeild sem var stofnuð síðasta haust. „Við viljum hvetja stúlkur til að mæta og kynna sér starfið," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá knattspyrnufélaginu KF Mjöðm. Fyrsta vorhátíð Mjaðmar, Bjúddarinn 2010, verður haldin í Iðnó á föstudaginn. Félagið, sem er skipað ýmsum listaspírum úr Reykjavík, stofnaði kvennadeild síðasta haust og að sögn Steinþórs Helga er fjöldi mætra stúlkna þegar kominn um borð. „Þetta er eitt af skrefunum í metnaðarfullu starfi KF Mjaðmar. Við viljum stækka og stækka og síðan sjáum við til hvar við stöndum eftir fimmtíu ár. Það eru þegar komin nokkur Mjaðmarbörn og það styttist því í að við förum að byrja með unglingastarf." Á vorhátíðinni koma fram Hjaltalín, Agent Fresco, Retro Stefson, Mjaðmbó Kings og Jack Schidt, auk þess sem meðlimir FM Belfast og múm þeyta skífum. Nokkrir úr þessum hljómsveitum eru einmitt hluti af KF Mjaðmar-hópnum. Að sögn Steinþórs stóð til að fá landsliðskonuna Margréti Láru Viðarsdóttur til að mæta á hátíðina sem sérstakan verndara félagsins en ekkert varð af því. „Hún er guð í augum okkar allra og á stóran sess í hjörtum okkar." Í skarð hennar á hátíðinni hleypur Mjaðmgeir Lárus, öðru nafni plötusnúðurinn Margeir. Steinþór leggur áherslu á að konur mæti í Iðnó. „Þetta er líka kjörinn vettvangur til að hittast og búa til Mjaðmarbörn." Auk tónleikanna verður fleira í boði. Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson fremur myndlist, nýr búningur KF Mjaðmar hannaður af Guðmundi Jörundssyni verður frumsýndur og kynnir verður leikarinn Ragnar Ísleifur Bragason. Miðaverð er 1.000 krónur og skemmtunin hefst klukkan 22. Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira
„Við viljum hvetja stúlkur til að mæta og kynna sér starfið," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá knattspyrnufélaginu KF Mjöðm. Fyrsta vorhátíð Mjaðmar, Bjúddarinn 2010, verður haldin í Iðnó á föstudaginn. Félagið, sem er skipað ýmsum listaspírum úr Reykjavík, stofnaði kvennadeild síðasta haust og að sögn Steinþórs Helga er fjöldi mætra stúlkna þegar kominn um borð. „Þetta er eitt af skrefunum í metnaðarfullu starfi KF Mjaðmar. Við viljum stækka og stækka og síðan sjáum við til hvar við stöndum eftir fimmtíu ár. Það eru þegar komin nokkur Mjaðmarbörn og það styttist því í að við förum að byrja með unglingastarf." Á vorhátíðinni koma fram Hjaltalín, Agent Fresco, Retro Stefson, Mjaðmbó Kings og Jack Schidt, auk þess sem meðlimir FM Belfast og múm þeyta skífum. Nokkrir úr þessum hljómsveitum eru einmitt hluti af KF Mjaðmar-hópnum. Að sögn Steinþórs stóð til að fá landsliðskonuna Margréti Láru Viðarsdóttur til að mæta á hátíðina sem sérstakan verndara félagsins en ekkert varð af því. „Hún er guð í augum okkar allra og á stóran sess í hjörtum okkar." Í skarð hennar á hátíðinni hleypur Mjaðmgeir Lárus, öðru nafni plötusnúðurinn Margeir. Steinþór leggur áherslu á að konur mæti í Iðnó. „Þetta er líka kjörinn vettvangur til að hittast og búa til Mjaðmarbörn." Auk tónleikanna verður fleira í boði. Listamaðurinn Davíð Örn Halldórsson fremur myndlist, nýr búningur KF Mjaðmar hannaður af Guðmundi Jörundssyni verður frumsýndur og kynnir verður leikarinn Ragnar Ísleifur Bragason. Miðaverð er 1.000 krónur og skemmtunin hefst klukkan 22.
Mest lesið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Sóley lætur drauminn rætast og brýtur niður steríótýpíska veggi Tónlist Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Lífið Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Lífið Fárveik í París Lífið Fleiri fréttir Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Sjá meira