Lífið

Póker við Ingólfstorg í kvöld

Tinni Sveinsson skrifar
Það kostar 3000 krónur að taka þátt í mótinu á Casa í kvöld.
Það kostar 3000 krónur að taka þátt í mótinu á Casa í kvöld.

Pókeræði landsmanna virðist ekki eiga sér nein takmörk og fara fram pókermót víða um bæinn í hverri viku.

Í kvöld heldur ISOP-mótaröðin, ein sú sterkasta í bransanum, áfram á pókerklúbbnum Casa við Ingólfstorg. Þar ráða ríkjum Valur í Buttercup og Davíð Rúnarsson en þeir tóku klúbbinn rækilega í gegn nýlega svo sómi er að. ISOP stendur fyrir Icelandic Series of Poker.

ISOP-mótaröðin hefur einnig verið kölluð mótaröð fallega og fræga fólksins. Valur og Davíð eru einnig með Gullöldina í Grafarvogi á sínum snærum og vinna þessa dagana hörðum höndum að sjónvarpsþáttaseríu um Gullmótaröðina þar. Þeir félagar eru því með nóg að gera í kringum pókerinn þessa mánuðina.

Mótið á Casa hefst stundvíslega klukkan 19.30 í kvöld og er þátttökugjaldið 3000 krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.