Ljós hvað? 18. mars 2010 06:00 Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Birgir Rafn Þráinsson skrifar um háhraða nettengingar. Nýverið kynnti Síminn fyrirætlanir sínar um VDSL-þjónustu með allt að 100 Mbit bandbreidd til heimila. Það er ánægjulegt að Síminn skuli loksins viðurkenna þörf markaðarins fyrir alvöru háhraða nettengingar, en stutt er síðan sömu aðilar fullyrtu að 10 Mbit væri feikinóg bandbreidd fyrir heimilin. Að sama skapi er dapurlegt að sjá þá fullyrðingu forstjóra Símans, í grein í Fréttablaðinu 4 mars, þess efnis að þar með sé búið að uppfylla bandbreiddarþörf heimila næsta áratuginn. Fullyrðing af þessu tagi er í besta falli brosleg. Samkvæmt lögmáli Nielsens eykst Internet-bandbreidd kröfuharðs notanda um 50% á ári. Reikni svo hver sem vill hvort VDSL dugi næstu tíu árin. Þegar nánar er skoðað sést að Síminn býður ekki 100 Mbit Internet-þjónustu á VDSL-kerfi sínu heldur ALLT AÐ 50 Mbit „download" hraða og ALLT AÐ 25 Mbit „upload" hraða. Það hefur því miður sýnt sig í ADSL-þjónustu að „ALLT AÐ" er oft ansi langt frá settu marki. Fagfólk í upplýsingatækni og aðrir sem láta sig málið varða hafa lengi bent á að þessi „ALLT AÐ" sölumennska sé hreinasta blekking. Ólíklegt er að kaupmaður kæmist upp með að selja allt að 8 lítra af mjólk en afhenda bara 5 lítra. Það sama gildir um VDSL. Raunveruleg bandbreidd ræðst af fjarlægð viðskiptavina frá búnaði og ástandi koparheimtauga. Búast má við að viðskiptavinir sem kaupa 50/25 Mbit VDSL muni í mörgum tilvikum fá umtalsvert minni bandbreidd en reikningur þeirra segir til um. Enn ein blekkingin felst í því að kalla VDSL-kerfið ljósleiðarakerfi með þeim rökum að ljósleiðari sé mestan hluta vegalengdarinnar. Bandbreidd snýst um flöskuhálsinn á leiðinni, ekki hversu hátt hlutfall af henni er breiðband og hversu hátt mjóband. Á Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur er boðið upp á 100 Mbit-bandbreidd, sem þýðir það sem það segir: 100 Mbit „download" hraði og 100 Mbit „upload" hraði. Og það er aðeins byrjunin. Á næstunni mun Gagnaveitan bjóða heimilum á tilteknum svæðum 1000 Mbit-bandbreidd sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á ljósleiðaravæddum svæðum erlendis. Af upplýsingum á vefsíðum Símans má ráða að VDSL sé nú í boði til um ellefu hundruð heimila í Fossvogi og um eitt hundrað í Kópavogi. Það er því nokkuð í land með þau 42 þúsund heimili sem nefnd eru í yfirlýsingum Símans. Af sömu vefsíðum má ráða að Síminn telji með þau nýbyggingarsvæði sem Míla hefur lagt ljósleiðaraheimtaugar til undanfarin ár. Sumarið 2008 kynnti Míla íbúum þessara svæða þjónustuna „Ljósið heim" þar sem boðið er upp á alla sömu þjónustu og Síminn býður nú. Það lítur út fyrir að systurfyrirtækin Síminn og Míla séu komin í samkeppni við hvort annað um að bjóða meiri bandbreidd en koparkerfi þeirra ræður við. Því ber að fagna að Síminn og Míla hafi nú séð ljósið og átti sig á að ljósleiðarinn er framtíðar fjarskiptalausn heimilanna. Umrædd nýbyggingarsvæði, s.s. Úlfarsárdalur og Leirvogstunga, eru þó enn að mestu óbyggð og byggjast eflaust á löngum tíma. Ætla má að tæplega 300 heimili séu risin á þessum svæðum svo ég endursendi sneið forstjóra Símans um „hálfköruð hverfi með tómum íbúðum", enda hefur áhersla Gagnaveitunnar verið að veita Ljósleiðarann til raunverulegra heimila, ekki síst í grónum hverfum. Heimili tengd Ljósleiðara Gagnaveitunnar eru nú um 30 þúsund og fjölgar hratt. Fjárfestingar í VDSL-búnaði eru líklegar til að renna sitt skeið á stuttum tíma. Það vekur því furðu að Síminn kjósi þá leið fremur en að bjóða þjónustu sína um hraðvirkasta fjarskiptanet landsins, Ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur. Höfundur er framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun