Erlent

Rændu spilavíti steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol

Ræningjarnir voru þungvopnaðir.
Ræningjarnir voru þungvopnaðir.

Grímuklæddir ræningjar komust á brott með um 25 þúsund pund þegar þeir réðust inn í spilavíti í frönsku borginni Lyon í gær og ógnuðu gestum og starfsfólki með hríðskotarifflum. Spilavítið er í miðborg Lyon og það sem meira er, það er aðeins steinsnar frá höfuðstöðvum Interpol, alþjóðlegu lögreglustofnuninni.

Mennirnir fjórir ruddustu inn og það tók þá aðeins þrjár mínútur að ná í ránsfenginn. Að því loknu þustu þeir út og inn í kraftmikinn BMW bíl sem beið þeirra. Tveir öryggisverðir slösuðust lítillega í ráninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×