Erlent

Leggur til kosningar í haust

Mótmælendur tóku sér frest til að skoða boðið.
nordicphotos/AFP
Mótmælendur tóku sér frest til að skoða boðið. nordicphotos/AFP
Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Taílands, hefur komið með sáttatilboð til mótmælenda og leggur til að þingkosningar verði haldnar 14. nóvember fallist mótmælendur á tilboðið.

Átta vikna stanslaus mótmæli dag og nótt hafa kostað 27 manns lífið, en mótmælendurnir krefjast þess að forsætisráðherrann segi af sér ásamt ríkisstjórn sinni, þing verði leyst upp innan mánaðar og kosningar boðaðar innan tveggja mánaða. Mótmælendur tóku sér frest til að skoða tilboðið.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×