Erlent

Halderman fær hálft ár fyrir að kúga Letterman

Halderman viðurkenndi brot sitt í mars en dómur féll í máli hans í dag.
Halderman viðurkenndi brot sitt í mars en dómur féll í máli hans í dag. Mynd/AP
Sjónvarpsframleiðandinn Robert Joel Halderman þarf að sitja í fangelsi í hálft ár fyrir að hafa hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman. Hann þarf auk þess að vinna 1000 klukkustundir í samfélagsvinnu.

Letterman viðurkenndi í beinni útsendingu í október á síðasta ári að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við fjölmargar samstarfskonur sínar á undanförnum árum. Hann greindi jafnframt frá því að Halderman hafi reynt að kúga tvær milljónir dollara út úr sér vegna sambandanna. Hann starfaði sem framleiðandi hjá CBS sjónvarpsstöðinni þar sem þættir Lettermans eru sýndir.

Halderman viðurkenndi brot sitt í mars en dómur féll í máli hans í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×