Erlent

Enginn samningur á árinu

Fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/AFP
Fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna. nordicphotos/AFP
Yvo de Boer, fráfarandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir enga von til þess að nýr alþjóðasamningur um loftslagsmál verði að veruleika á þessu ári.

Á fyrirhugaðri ráðstefnu í Mexíkó í desember verði einungis hægt að leggja línurnar um takmörkun á útblæstri gróðurhúsalofttegunda. „Eftir það getum við farið að taka ákvörðun um samning,“ sagði hann á fundi loftslagsfræðinga í Þýskalandi í gær.

Á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember síðastliðnum tókst ekki að ná samkomulagi. - gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×