Vonlaust samfélag? 1. apríl 2010 06:00 Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Hvað vil ég? Auður Kolbrá Birgisdóttir Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifa um samfélagsmál Saga dymbilviku og páska hittir í mark. Hún hittir í mark vegna þess að hún fjallar um stöðu okkar í lífinu og afstöðuna til samfélagsins. Hún dregur upp myndir af því að stundum töpum við og stundum sigrum við. Hún segir sögu samfélags sem er vonlaust og óöruggt en fær hugrekki og trú til að breyta heiminum. Fyrri myndin tengist skírdegi og föstudeginum langa. Við sjáum hvernig boðskapur Jesú og sú von og trú sem hann kveikti í hjörtum mannanna lýtur í lægra haldi fyrir valdinu. Hvernig mannúð og kærleikur víkur fyrir hagsmunagæslu og valdbeitingu. Þau sem voru samankomin við síðustu kvöldmáltíðina, mynduðu skjálfandi, óöruggt samfélag, sem þurfti að sjá á bak vonum sinna um betri heim. Þau áttu samfélag hugrekkis og sannfæringar, en þurftu að færa stórar fórnir. Föstudagurinn langi stendur fyrir átök mannúðar og laga. Jesús helgaði líf sitt þjónustunni við aðra og gekk á undan í því að breyta samfélaginu til mannúðar. Hann gekk gegn viðteknum gildum og lögum hagsmunanna. Sú ganga endaði á krossi. Baráttan fyrir mannúð kostar hugrekki og sannfæringu og hún krefst alls. Krossinn er hvatning okkar til að leggja okkar af mörkum til þess að gera heiminn betri. Krossinn er áminning um að hið góða er hvorki ókeypis né létt. Við hlið myndarinnar af vonlausu samfélagi skírdags og föstudagsins langa er myndin af páskunum. Egg og ungar, blóm og laufgaðar greinar eru lífstákn. Páskarnir eru tákn um trúna og hugrekkið, tákn um málstað Jesú sem rís upp í lífi þeirra sem trúa á hann. Upprisan gefur kraft til að trúa, vona og elska og til að feta í fótspor Jesú. Upprisan gefur fyrirheit um að ef við sýnum við sama hugrekki og hann breytum við samfélaginu. Höfundar eru prestar.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun