Leggja fram eina tillögu og vilja 26 milljónir Magnús Már Guðmundsson skrifar 15. desember 2010 08:00 Frá blaðamannafundinum þegar tilkynnt var um stofnun Hreyfingarinnar, 18. september 2009. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Hreyfingin fer fram á að fá rúmar 26 milljónir af fjárlögum næsta árs þar sem að gæta þurfi jafnræðis í opinberum fjárframlögum. Um er að ræða framlag til reksturs Hreyfingarinnar. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. „Eina breytingatillagan sem fulltrúi Hreyfinginnar lagði fram við fjárlagafrumvarpið þá tvo og hálfan mánuð sem nefndin hafði það til meðferðar var að ríkissjóður styrki Hreyfinguna um 26 milljónir," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður fjárlaganefndar. „Þau vilja nú fá greitt sem flokkur sem þau segjast þó ekki vera." Árlega er opinberu fé úthlutað úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi og þá rennur einnig fé til þingflokka. Greiðslurnar eru aðskildar. Stjórnmálaflokkur án þingmanna Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna í kosningunum í apríl 2009. Þrír þeirra slitu sig fáeinum mánuðum síðar frá Borgarahreyfingunni og stofnuðu ný stjórnmálasamtök, Hreyfinguna. Sá fjórði, Þráinn Bertelsson, var um tíma óháður en gekk að lokum í VG. Þrátt fyrir þetta hefur Borgarahreyfingin fengið fjármagn úr ríkissjóði líkt og aðrir stjórnmálaflokkar og fær það áfram út kjörtímabilið. Á sama tíma hefur þingflokkur Hreyfingarinnar fengið framlög úr ríkissjóði, en nú vill Hreyfingin einnig fá styrk sem stjórnmálasamtök. Leggja fram drög að rekstraráætlun Í breytingartillögu Hreyfingarinnar segir meðal annars: „Hreyfingin hefur lagt til að stjórnmálasamtökum verði gert óheimilt að taka við fjárframlögum frá lögaðilum. Gæta þurfi jafnræðis í opinberum framlögum og ættu framlög að miðast við þann kostnað sem þarf til reksturs skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð í hverju kjördæmi." Með erindinu fylgja tillögur Hreyfingarinnar um fjármál stjórnmálasamtaka og drög að rekstraráætlun fyrir Hreyfinguna fyrir næsta ár. „Þetta var eina tillagan sem Hreyfingin lagði fram," segir Björn Valur. „Þessu til viðbótar má benda á að hvorki fulltrúar Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks lögðu fram formlegar breytingatillögur á fjárlagafrumvarpinu til umræðu í fjárlaganefnd þá 74 daga sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar." Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Hreyfingin fer fram á að fá rúmar 26 milljónir af fjárlögum næsta árs þar sem að gæta þurfi jafnræðis í opinberum fjárframlögum. Um er að ræða framlag til reksturs Hreyfingarinnar. Meirihluti fjárlaganefndar gekk í gærkvöldi frá breytingatillögum við fjárlagafrumvarpið en lokaumræða þess er á dagskrá þingsins í dag. „Eina breytingatillagan sem fulltrúi Hreyfinginnar lagði fram við fjárlagafrumvarpið þá tvo og hálfan mánuð sem nefndin hafði það til meðferðar var að ríkissjóður styrki Hreyfinguna um 26 milljónir," segir Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður fjárlaganefndar. „Þau vilja nú fá greitt sem flokkur sem þau segjast þó ekki vera." Árlega er opinberu fé úthlutað úr ríkissjóði til stjórnmálaflokka sem fengið hafa a.m.k. einn mann kjörinn á Alþingi og þá rennur einnig fé til þingflokka. Greiðslurnar eru aðskildar. Stjórnmálaflokkur án þingmanna Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna í kosningunum í apríl 2009. Þrír þeirra slitu sig fáeinum mánuðum síðar frá Borgarahreyfingunni og stofnuðu ný stjórnmálasamtök, Hreyfinguna. Sá fjórði, Þráinn Bertelsson, var um tíma óháður en gekk að lokum í VG. Þrátt fyrir þetta hefur Borgarahreyfingin fengið fjármagn úr ríkissjóði líkt og aðrir stjórnmálaflokkar og fær það áfram út kjörtímabilið. Á sama tíma hefur þingflokkur Hreyfingarinnar fengið framlög úr ríkissjóði, en nú vill Hreyfingin einnig fá styrk sem stjórnmálasamtök. Leggja fram drög að rekstraráætlun Í breytingartillögu Hreyfingarinnar segir meðal annars: „Hreyfingin hefur lagt til að stjórnmálasamtökum verði gert óheimilt að taka við fjárframlögum frá lögaðilum. Gæta þurfi jafnræðis í opinberum framlögum og ættu framlög að miðast við þann kostnað sem þarf til reksturs skrifstofu og fundaraðstöðu af hóflegri stærð í hverju kjördæmi." Með erindinu fylgja tillögur Hreyfingarinnar um fjármál stjórnmálasamtaka og drög að rekstraráætlun fyrir Hreyfinguna fyrir næsta ár. „Þetta var eina tillagan sem Hreyfingin lagði fram," segir Björn Valur. „Þessu til viðbótar má benda á að hvorki fulltrúar Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks lögðu fram formlegar breytingatillögur á fjárlagafrumvarpinu til umræðu í fjárlaganefnd þá 74 daga sem nefndin hafði frumvarpið til meðferðar."
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira