Enski boltinn

Given fékk ekki að fara frá Man. City

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Given er fastur á tréverkinu.
Given er fastur á tréverkinu.

Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja.

Given segist ætla að leggja hart að sér og er bjartsýnn á að endurheimta sæti sitt í liðinu.

"Ég átti í rauninni ekki um neitt að velja því félagið var ekki á því að sleppa mér. Ég varð því að bíta á jaxlinn og halda áfram að leggja mig allan fram. Það eru vissulega vonbrigði en ég verð að halda áfram," sagði Given.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×