Lífið

Mamma Gógó fulltrúi Íslands

Mamma Gógó þykir vera í hópi 43 bestu kvikmynda Evrópu þetta árið og gæti verið tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Valdís Óskarsdóttir, Kjartan Sveinsson og Karl Óskarsson koma einnig að kvikmyndum sem eiga möguleika á sömu tilnefningu.
Mamma Gógó þykir vera í hópi 43 bestu kvikmynda Evrópu þetta árið og gæti verið tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Valdís Óskarsdóttir, Kjartan Sveinsson og Karl Óskarsson koma einnig að kvikmyndum sem eiga möguleika á sömu tilnefningu.
Kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, Mamma Gógó, er framlag Íslands til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Fjörutíu og þrjár myndir eiga möguleika á því að vera tilnefndar en þessi sjálfsævisögulega kvikmynd Friðriks hefur mælst einstaklega vel fyrir á kvikmyndahátíðum um allan heim. Einn af dagskrárstjórum Toronto-hátíðarinnar, Steve Gravestock, fór lofsamlegum orðum um myndina á heimasíðu norræna sjónvarps-og kvikmyndasjóðsins og sagði hana tvímælalaust eina af bestu myndum leikstjórans.

Valdís Óskarsdóttir, Kjartan Sveinsson og Karl Óskarsson eiga einnig stóran hlut í fjórum kvikmyndum af þessum 43, en evrópska kvikmyndaráðið tilkynnti nýverið hvaða kvikmyndir eiga möguleika á því að vera tilnefndar í flokknum besta myndin. Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður var á bak við tökuvélarnar í tékknesku kvikmyndinni Three Seasons in Hell. Karl fékk tékknesku kvikmyndaverðlaunin fyrir störf sín í kvikmyndinni. Írska myndin Ondine eftir Neil Jordan er einnig í þessum hópi en Kjartan Sveinsson, liðsmaður Sigur Rósar, samdi einmitt tónlistina við þá mynd. Þá á danska kvikmyndin Submarino einnig möguleika en Valdís Óskarsdóttir og Andri Steinn klipptu myndina. Leikstjóri hennar er Thomas Winterberg. - fgg
Hljómsveitin Sigur Rós Orri Páll Dýrason Georg Holm Kjartan Sveinsson Jón Þór Birgisson Kjartan Sveinsson í Sigur Rós
Karl Óskarsson kvikmyndatökumaður


Friðrik Þór Friðriksson Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.