Eru leikskólastjórar óþarfir Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2010 04:30 Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar