Eru leikskólastjórar óþarfir Anna Margrét Ólafsdóttir skrifar 27. nóvember 2010 04:30 Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég er svo heppin að vera í skemmtilegasta starfi í heimi með stórkostlegum vinnufélögum. Á mínum vinnustað leika og starfa tæplega 100 manns á aldrinum 1 árs til 65 ára. Ég er leikskólastjóri og hef notið þess í níu ár. Leikskólastjórastarfið er mjög fjölbreytt, verkefnin mörg og mismunandi og ég hlakka til að fara í vinnuna á hverjum morgni. En hvaða máli skiptir leikskólastjórinn í leikskólanum og hvert er hans hlutverk? Fyrir utan augljós verkefni sem lúta að almennum rekstri leikskólans er leikskólastjórinn að mínu mati límið í góðu leikskólastarfi, hann þarf að vera faglegur leiðtogi í sínum skóla, góð fyrirmynd og góður í samskiptum. Nærvera leikskólastjórans í leikskólanum skiptir miklu máli í því samhengi. Nánast daglega koma upp stór og smá vandamál sem þarf að leysa. Að geta tekið þátt í daglegu starfi leikskólans er í mínum huga nauðsynlegur þáttur í starfi leikskólastjórans. Á þann hátt myndast góð og mikilvæg tengsl við starfsfólkið, börnin og ekki síður foreldrana. Þessi góðu tengsl eru svo grunnurinn að því trausti sem myndast á milli þessara aðila og gerir góðan leikskóla betri. Mikilvægt er fyrir foreldra að hafa greiðan aðgang að leikskólastjóra og notalegt spjall í upphafi eða lok dags styrkir samskiptin. Spjall við börnin í fataherbergi eða við matarborð og eltingaleikur í garðinum er gefandi auk þess sem það veitir leikskólastjóranum góða innsýn í líðan barnanna. Nýverið tók til starfa á vegum borgarráðs starfshópur undir stjórn Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs. Þessi hópur á fyrir 1. febrúar 2011 að vera búinn að útfæra og tímasetja tillögur til næstu fjögurra ára á mögulegum sameiningarkostum leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila. Þá á hópurinn að greina faglegan og fjárhagslegan ávinning við hvern sameiningarkost. Verkefnið er því ekki lítið, og það á að klára á innan við þremur mánuðum. Desember er handan við hornið og hópurinn hefur aðeins fundað einu sinni. Hverju á þetta að skila börnunum, foreldrunum og samfélaginu í leikskólunum? Hvaða fjárhagslega ávinningi ætlar borgin að ná fram með þessum sameiningum? Að gefa sér ekki lengri tíma en fram í febrúar til að takast á við svona stórt verkefni þykir mér undarleg stefnumótun og ég er viss um að enginn leikskólastjóri í borginni myndi leggja til grundvallarbreytingar í sínum leikskóla án þess að undirbúa sig betur en þetta. Leikskólar í Reykjavík hafa á tyllidögum verið kallaðir flaggskip borgarinnar enda eru þeir flestir til fyrirmyndar í fjármálarekstri sem og þeirri þjónustu sem þeir veita. Kannanir leikskólasviðs hafa í gegnum tíðina sýnt gríðarlega ánægju foreldra með leikskóla borgarinnar. En nú á að ráðast gegn þessu fyrsta skólastigi barnanna sem að mínu mati er á heimsmælikvarða og við höfum hingað til getað talað um með stolti við kollega okkar í öðrum löndum. Leikskólastjóri er allt í einu gerður óþarfur í leikskólanum og hans hlutverk í sameinuðum skólum mun gera það að verkum að hann fjarlægist það samfélag sem hver leikskóli er. Hann þarf að skipta sér á milli vinnustaða og það blasir við að þau nánu tengsl sem hann á í dag við samstarfsfólk sitt, börnin og foreldrana verða á allt öðrum nótum en það sem þekkist í dag. Það er að mínu mati stórt skref afturábak. Ég á erfitt með að sjá faglegan ávinning af sameiningu leikskóla nema í sérstökum undantekningartilfellum. Hvað varðar fjárhagslegan ávinning held ég að málið sé ekki eins einfalt og haldið hefur verið fram í umræðunni. Breytingarnar kosta líka peninga og fórnarkostnaðurinn fyrir samfélagið á leikskólanum er ekki mælanlegur í peningum. Svo er líklegast að það sem sparast í bókhaldi nokkurra leikskóla við það að færa þjónustuna fjær börnum og foreldrum komi fram í hærri skrifstofu- og sérfræðikostnaði í öðrum dálkum í bókhaldi borgarinnar. Í dag eru leikskólastjórar borgarinnar eingöngu konur og mun þessi fyrirhugaða aðgerð höggva stórt skarð í hóp kvenstjórnenda borgarinnar. Þar sem sameiningar verða mun stjórnendum verða sagt upp störfum og ný stjórnendastaða auglýst laus til umsóknar. Mikið óöryggi er í hópi stjórnenda í leikskólum borgarinnar og þar er fólk nú uggandi um sinn skóla og sitt starf. Ég skora á borgaryfirvöld að endurskoða þessa aðgerð, gefa sér lengri tíma en þrjá mánuði í að kanna kostina og gallana. Það er röng forgangsröðun að skera niður hjá yngstu borgurunum, börnunum sem eru að stíga sín fyrstu skref í samfélaginu. Þau á að setja í forgang, það er faglegur og fjárhagslegur ávinningur.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun